Reykvíkingur - 06.09.1928, Blaðsíða 9

Reykvíkingur - 06.09.1928, Blaðsíða 9
REYKVIKINGUR 499 BOGASTRENGUR GUNNARS á HLíÐArENDA. Reykvíkingur, sem viltist upp á fomgripasafn, hiitti þar fyrir. sveitafólk, sem var mjög spur- lult. 1 fyrstu gat hann litllu svar- að, þar til homum datt í hug aö segja bara eitthvaö út i loftið. En sveitafólkið trúði öllu, af því það varaði sig ekki á því að maöurinn væri svona hraðlýginn. En þegar Reykvíkinguriimn benti á seglgarnshiönik er lá þar í glugga, og sagði að það væri bogastrengurinn, sem Gunnar á Hlíðarenda hefði ætlað að láta á boga sinn eftir að Hallgerður neitaði honum um háriokkinn,, þá sagði einin sveitamaðurinn að það gæti ekki verið, því Gunnar befði engan bogastreng haft. „Petta er rétt hjá yður,“ sagði Reykvíkimg- urinn, „Guninax hafði engan boga- streng, en þetta er stremgurinn, sem hann óskaði að hann heföi, þegar Hailgerður var búin að reita honum um hárlokkiinn.“ Tveir Ameríkumenn vóru sam- an í járnbrautarklefa. „Ég á heima í Pottsviille,“ sagði annar, „sem er fegursti bærinn * lllinois-ríki.“ „Já, einmitt það,“ sagði hinn, >.en ég á heima í Smiithvilie, sem er rikasta borgin og mest frahi- 'faraborg í Vesturríkjum.“ „Smithville ?“ sagði hínri, „já, ég þekki nú þá borg, því þar. hef ég komið, en mér finst lítið tii hennar koma.“ „Einkenniiegt þykir mér það,“ sagði niaðurinn frá Smithville, „en hvenær komuð þér þar síð- ast?“ „Fyrir hálfum mánuði.“ „Fyrir hálfum mánuðl! Nú, fyr- ir hálfum mánuði, þá skal mig ekki furða. Þér ættuð að sjá him- inháu byggiingarmar og turnhúsin, sem búið er að reiisa þar síðan.“ Gufuskip sem var í strandferð- um víð Svíþjóð, var kallað „Fjós- ið“, og var skip'stjóranuin meín- illa við þaíð nafn. Einu siinni þegar skipið var rétt að fara frá hafnarhakkanum kemur ina'ður og kallar upp til skipstjórans: „Hvenær fer. Fjósið ?“ „Þegar síðasta nautið er komið! á bás,“ svaraði skipstjórinn. Kennari spurði bör-n hvað meint væri, þegar sagt væri „íil jafn- aðar“. „Það er eitthvað sem hænurn- ar verpa egggjum í,“ sagði eiinn drengurinn, „því ég heyrðl hana ömrntt segja að hænan heninar verpti ei'nu eggi til jafnaðar á dag.“

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.