Reykvíkingur - 22.12.1928, Page 9
REYKVIRINGUR
869
Nystrand strandar
á Þykkvabæjaifjöru.
Norska gufuskipið Nystrand
var á leið til íslands; það var
900 smálesta, og fjögra eða
fimm ára gamalt. Farmurinn
var kol.'
Skipstjórinn vissi, að þeir
hlutu að vera komnir nálægt
landi, en land hafði hann ekki
séð. En íslenzkur kyndari, sem
var á skipinu, Björgvin Stef-
ánsson úr Reykjavík, hafði séð
land síðari hluta dags, er hann
kom á þilfar. Var þá gott veð-
ur, en móða yfir landinu.
Ekki hafði Björgvin haft orð
á því, að hann hefði land séð,
þvi það er ekki siður, að kynd-
arar hlaupi til skipstjóra um
slíkt; þeir vita vanalega sjálfir
betur hvar skipið er statt.
; ' í ;:'í : í í’d ■ :
Skipið strandar.
Klukkan átta um kvöldið var
Björgvin að enda vöku og fór
upp á þilfar; var þa haugasjór
og kominn byl-hraglandi. Vissi
nú enginn skipverja fyr en
skipið sigldi á grunn. Suman-
veður var og stóð skipið með
afturenda beint í vind og’ sjó,
og braut þegar báðumegm við
það, því stórveltubrim var.
Lét skipstjóri þegar vélina
hafa aftur á, en árangurslaust;
skipið sat fast. Hafði skipstjóri
þó haldið að þeir væru 70 sjó-
mílur undan landi.
Var nú kallað á alla skip-
verja upp á bátaþilfar, og var
bakborðsbáturinn látinn út-
byrðis. En áður en hann vai'
kominn niður á sjóinn slitnuðu
taugarnar og féll báturinn í
sjóinn. Þeir voru þá svona fún-
ir kaðlarnir, sem skipverjar
áttu líf sitt undir!
Lét nú skipstjóri setja út
stjórnborðs-bátinn, og sex menn
fara í hann. Ætlaði hann þeim
að ná í hinn bátinn, en þeir
sem fóru í hann voru báðir
stýrimennirnir, donkey-maður-
inn og þrír hásetar.
Það braut. alt í kringum
skipið og mun óðs manns æði
hafa verið að fara í bát-
inn. Þó tókst þeim bátsverj-
um að komast frá skipinu, en
heldur ekki meira en það, því
þá tók brimið þá. Sáu þeir það,
sem um borð voru, og heyrðu
þá hrópa, en hvað það var, sem
þeir hrópuðu vissu þeir ekki,
og heldur ekki hvort það voru
neyðaróp. Ekki vissu þeir held-
ur hvort þeir hefðu faiist eða
náð landi.
Klukkan níu kom talsverður
leki að skipinu, en þó ekki