Reykvíkingur - 22.12.1928, Síða 11
RBYKVtKINGUR
TW?t"r
871
Georg hét, 29 ára að aldri.
Valdi Björgvin þennan mann,
af því, að honum fanst hann
kjarkbeztur, en skipstjöri hafði
aftur valið Björgvin, af því
honum hafði fundist hann úr-
ræðabeztur um hvað gera
skyldi.
Var nú báturínn látinn síga
fyrír borð, um mitt skip á bak-
borða, og voru þeir Björgvin
í bátnum; en þetta var alt gerr.
að ráði Björgvins.
Gekk vel að láta út bátinn,
en í hann var bundinn kaðall,
og gáfu þeir á skipinu eftir á
kaðlinum jafnótt og þá rak að
landi, en þeir Björgvin héldu
bátnum uppi með árum. Gekk
nú vel um stund, en er þeir
voru komnir uppundir land,
fylti bátinn, og lentu þeir
Björgvin báðir í sjóinn. Svöml-
uðu þeir báðir í land, en menn
í landi náðu í þá; einnig 1 bát-
Björgun hefst.
Lét nú Björgvin taka þann
bát, er hvolft hafði undir þeim,
er fóru i land það kvöld er
strandið varð, og færa niður að
sjó. Var nii kaðallinn, sem lá
fram í skipið bundinn í stafn
bátsins, og gerði Björgvin það.
En annar kaðall var bundinn
við afturenda bátsins og gei’ðu
það landmenn.
Fór nú Björg-vin í bátinn og
gaf skipverjum bendingu að
draga, og stóð ekki á því.
Komst hann nú slysalaust
aftur út að skipi. En skipverj-
ar létu sig síga ofan í bátinn,
af bógnum, bakborðsmegin. En
áður en allir færu í bátinn, var
kaðallinn rakinn, niður í hann,
en endi hans festur við skipið.
Þegar allir voru komnir í
bátinn, var mönnum í landi
gefið merki að draga að sér
kaðalinn, en þá raknaði hnút-
urinn, sem hann var bundinn
með og versnaði nú að mun að-
staða þeirra í bátnum, því þeir
voru áralausir. Urðu þeir nú
að láta báruna bei’a sig, en
tvær fötur, er þeir höfðu, not-
uðu þeir til þess að stýi'a
bátnum með og láta hann
snúa nokkumveginn í báruna.
En Björgvin gaf eftir á kaðl-
inum, eftir því sem báran bar
bátinn undan.
Komust þeir nú allir slysa-
laust til lands, þrátt fyrir
hvernig fór um kaðalinn, þegar
hnúturinn raknaði. Voru þeir
ekki nema nokkrar mínútur á
leiðinni og eftir lítinn tíma
voru þeir allir komnir á hest-
bak. Eftir tuttugu mínútur