Reykvíkingur - 22.12.1928, Síða 15

Reykvíkingur - 22.12.1928, Síða 15
REYKVIKINGUR 875 fræg-j, franski leynilögreglumaÖur. Þegar þeir Sowerby og Dunbar voru nýkomnir, kom hjúkrunar- konan og sagði að frú Lenoux væri að vakna, og voru vængja- hurðirnar inn í stofuna þar sem hún lá, þá opnaðar hægt. Það var miðnætti. Klukkan byrjaði að slá, og dr. Kumberly beygði sig niður að frú Leroux og sagði: „SegiÖ okkur: Hver er hann ?“ Klukkan sló í [jcssu níunda slagið. Frú Leroux svaraði svo lágt að varla heyrðist: „Þér eigið við — herra King?‘‘ Klukkan sló tiunda slagið. „Já, ég á viÖ hann. Hver ei' hann? Sáuð [)ér hann?“ Ellefta slagið kvað viö. ,Já, ég sá hann greinilega. Það er — — —.“ Hún endaði ekki setninguna. Hún leið út af og var örend. Klukkan sló tólfta slagið. „Það er búið; það er búið 1“ sagði dx. Kumberly „við fáum öldrei að vita hver herra King var.“ ENDIR. Þýzkur leikari seltd um daginn heimsmet í ræðuhöldum. Hann kjaftaði látlaust í 132 kJiukku- ^úndir. Hvalurinn i Kaupmannahöfn. Hnísan, sem sagt var frá um daginn, að alt í einu hefði verið komin í stöðuvatnið í miðr: Kaupmannahöfn, átti sér þá sögu, að hún hafði veiðst lifandi í stauranót, ásamt tveim öðriuim sínum líkum. En þær tvær létu svo illa, eftir að þær voru tekn- ar inn í bát, að þær blóðguðu sig, og blæddi síðan til öliifiis. En þeim kvað ekki gróa sár, að því er fiskimaður sá segir, er veiddi þær, og setti þriðju hnís- una í stöðuvatnið. Heitir maður sá Martin Nielsen; hann kom með hnísuna í bifreið kl. 2 um nött, tók hana undir handlegg, óð dálítið út í vatnið með hana og slepti henni svo. En áður var; hann búinn að hafa hana í bandi, við bát sinn, í vikutíma, og var hún orðin svo gæf, að hún át úr hendi hans. Þvi miður hvarf hnisan úr stöðuvatninu, án þess menn viti hver er orsökin. Gátu sumir sér til, að dýraverndunarfélagið hefði látið skjóta hana, en sumir á- litu að hún rnundi hafa flækst í vatnajuxtum og kafnað. Gaman, væri að hafa seli hér í Tjörninni i Reykjavík. Ekki þyrrfti að óttast að þeir ekki' sæu sér farborða, þó frysj Tjörnin.

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.