Reykvíkingur - 20.01.1929, Blaðsíða 16
16
REYKVIKINGUR
Þa'ð var verið að spila vist, og
amma gamla mjssir spil á gólf'
ið- Hún tekur það upp og' segír:
„Þið sáuð ekki að pað va.r ás,
sem ég misti?“
„U:ss, amma!“ segir dótturdótt-
ir hennar, sem var á móti henni,
„pú áttir ekki að segja að pað
hefði verið ás.“
„Það gerir ekkert til,“ sagði
amma gamla, „pví ég sagði
ekki frá þvf, að það hefði verið
spaðaás.“
Sörensen: Hænuungarnir yðar
koma yfir í garðinn til mín.
Petersen: Mig grunaði pað.
Sörensen: Hvernig grunaði yð-
ur pað?
Petersen: Af pví peir koma
ekki aftur.
„Gera hrafnarnir ekki usla hér
í varpinu hjá yður ?“
„Nei, pað er ekki mikið.“
„En þér hafið enga hræöu
hér?“
„Það parf ekki, ég er hérna
svo mikið sjálfur um variptím-
an3h.“
„Hvernig er hjarta sjúklings
ins í dag“, spurði læknirinn
hjúkrunarkonuna.
„Það er í bezta lagi“, svaraði
hún, „hann er tvisvar búinn
að biðja mín í dag“.
Áskriftargjald „Reykvíkings11 er
kr. 1,25 á mánuði.
„Lærðirðu nokkuð í skóianum
í dag, Gísli minn?“
„Já.“
„Var pað nokkuð gott?“
„Já, ég lærði, að það er hægt
að fá frí í klukkutíma með pví
að láta rautt blek á nefið á sér.“
— Nýja, stóra, norska vélskip-
ið „Finanger“, var 30. okt. að
fara upp fljótið á leið tit Kal-
kútta (Indl.). Það var með full-
fermi af olíu, og purfti að dæla
2400 smálestum af olíu ó Ganges-
fljótið áður en skipið losnaðL af
grunninum. Það skemdist ekkert.
— 18 ára piltur á Sjálandi var
dæmdur í 18 mánaða fangelsi
fyrir um 50 sinnum framinn Lnn-
brotspjófnað og lö bílaþjófní'ði-
Þegar hann var spurður í rétt-
inum, hvort hann áfrýjaði dómn-
'Um, svaraði hann: „Nei.“ Sló síð-
an í borðið og sagði: „Þið skul-
uð sjá að héðan af skal ég vera
heiðarlegur maður.“
—- Sameinuðu ölgerðarhúsin í
Kaupm'annahöfn gefa 17 o/0 hliut-
hafaarð í ár.
— Vielandsgötu í Osló á nú að
skíra eftir Amundsen.