Vera - 01.06.1998, Qupperneq 12

Vera - 01.06.1998, Qupperneq 12
Kjaramál C c (U > 44 Þeir þekkja " Fólk trúði því fyráfc að samningarnir' 1997 væru tíma- mótasamningar og að góðærið væri á næsta leiti, eins og forsætisráðherra er alltaf að halda fram, en hefur nú séð að góðærið er ekki ætlað okkur." Anna Sjöfn Jónasdóttir var í fyrsta sæti á lista Framboðs verkafólks sem var mót- framboö gegn lista stjórnar þegar kosiö var í fyrsta sinn til stjórnar stéttarfélagsins Dagsbrún & Framsókn eftir aÖ félögin sameinuðust um sl. áramót. Markmiðið með framboðinu var að vinna að því að laun hækki upp fyrir fátæktarmörk,- einnig að breyta félaginu úr ólýðræðislegri þjónustustofnun í lýðræðislegt verkalýðsfé- lag þar sem hinn almenni félagsmaður á þess kost að taka virkan þátt í mótun og stefnu félagsins. Kosningaþátttakan var sláandi léleg, aðeins 18% félagsmanna mættu á kjörstað og fékk Framboð verkafólks um 33% atkvæða. reiði niður- læging- arinnar "Á þeim fáu félagsfund um sem boðað er til kemur stjómin að öllum málum með fyrirfram á- kveðna niðurstöðu. Ef fólk reynir að tjá aörar skoðanir er gert lítið úr þvi og bent á að það hafi ekki vit á málunum. Anna Sjöfn vinnur á bensínstöð Skeljungs við Gylfaflöt í Grafar- vogi sem er sjálfsafgreiðslustöð og því aðeins einn starfsmaður á vakt hverju sinni. Hún er annar af tveimur trúnaðarmönnum bensínafgreiðslufólks hjá Skeljungi. „Fólk er mjög óánægt með kjör sín og við vildum leggja okkar af mörkum til að bæta þau. Það hefur verið nauðsynlegt lengi að bæta kjörin, allir virðast sammála um það en enginn veit hvernig á að fara að því. Þessi lélega kosningaþátttaka er umhugsunarefni og ástæða fyr- ir stjórn félagsins að velta henni fyrir sér,” segir Anna Sjöfn. “Þegar kosið var síðast í Dagsbrún var þátttakan 49% en eftir að félögin voru sameinuð fer hún niður í 18%. Samt var stjórnin með 20 manna lið við að hringja út báða kosningadagana og sendi leigubíla eftir Framsókn- arkonum út um allan bæ.” Anna Sjöfn tók líka þátt í mótframboði gegn stjórn Dagsbrúnar 1996 og var þá eina konan á lista. Á lista Framboðs verkafólks voru tvær konur, Anna og eldri kona sem áður var í Framsókn. „Þeir notuðu það gegn okkur að við værum nær eingöngu Dagsbrúnarfólk og kannski hefur það haft áhrif. Við litum svo á að við myndum starfa fyrir allt verkafólk að þeim breytingum sem okkur finnst nauðsynlegt að gera á félaginu og starfsháttum þess. Við viljum t.d. breyta kosningalögunum þannig að tekin verði upp hlutfallskosning og því hægt að koma mönn- um í stjórn, í stað þess að kosið sé á milli lista eins og nú er. Ég hef eytt ómældum tíma í þetta brölt í tvö ár en sé ekki að það hafi breytt neinu. Það er ekkert hlustað á það sem við segjum og því eðlilegt að fólk gef- ist upp og vilji ekki taka þátt í þessu.” Góðærið ekki ætlað okkur Anna Sjöfn segir að mikil þátttaka hafi verið í kosningum hjá Dags- brún þegar samþykkt var að fara í verkfall á síðasta ári. Þá hafði fólk trú á því að eitthvað væri hægt að gera og var tilbúið að leggja eitthvað á sig til þess. „Samningar urðu lausir um áramót en atvinnurekendur fengust ekki að samningaborðinu vikum saman. Starfsmenn Mjólkur- samsölunnar voru fyrstir til að fara í verkfall sem stóð í viku, síðan bættist bensínafgreiðslufólk og hafnarstarfsmenn við. Allsherjarverk- fall hófst daginn áður en samið var, 24. mars 1997. Við héldum auð- vitað að samningarnir yrðu afturvirkir frá áramótum, en svo var ekki, og gerðum okkur vonir um að taxtalaun yrðu 70.000 frá þeim tíma. Sá árangur næst hins vegar ekki fyrr en 1. janúar 1999. I tengslum við þessa samninga ákvað ríkisstjórnin að lækka skattpró- sentuna, sem gildir auðvitað fyrir alla í þjóðfélaginu, en um leið var persónuafslátturinn lækkaður. Það er því efri millistétt sem hagnast mest á þessu en ekki við og þannig hefur það oft verið þegar ASÍ félag- ar hafa farið í kjarabaráttu. Fólk trúði því fyrst að samningarnir 1997 væru tímamótasamningar og að góðærið væri á næsta leiti, eins og for- sætisráðherra er alltaf að halda fram, en hefur nú séð að góðærið er ekki ætlað okkur. Eg tel því að ástæðan fyrir þessari félagslegu deyfð sé vonleysi. Fólk er langt í frá sátt og ánægt með kjör sín, það hefur bara gefist upp.” Hún segist hafa verið sammála fyrstu þjóðarsáttarsamningunum, 1990, sem miðuðu að því að ná niður verðbólgu og skapa fyrirtækjum ráðrúm til að styrkja sig. Eftir það hefur hún verið ósátt við þá samn- inga sem gerðir hafa verið. „Það hefur aldrei verið staðið við loforðið gagnvart verkafólki sem gefið var í þessum samningum. Með því að við 12 v^ra

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.