Vera - 01.06.1998, Qupperneq 35

Vera - 01.06.1998, Qupperneq 35
í Veru hefur verið skrifað um Brautargengi - frá hugmynd til veruleika, tveggja ára námskeið fyrir reykvískar athafnakonur sem hafa áhuga á að hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. I vor lauk fyrsta tveggja ára námskeiðinu og af því tilefni stóðu konur fyrir ráðstefnunni Konur og frumkvæði í Borgarleikhúsinu þar sem haldnir voru fyrirlestrar, skemmtiatriði flutt og fyrirtæki kynnt í anddyri. Einn fyrirlesaranna var Margrét Kjartansdóttir eigandi verslunarinnar Míru i Kópavogi og vakti einlæg frásögn hennar af atvinnurekstri sínum mikla athygli. Hér á eftir birtist ræða Margrétar. Kæru áheyrendur. Eg heiti Margrét Kjartansdóttir og rek húsgagnaverslunina Míru í Kópavogi. Þegar ég var lítil stúlka að alast upp, dreymdi mig um að verða heimavinnandi húsmóðir í stóru húsi og eignast fullt af börnum. Mér gekk ekki vel í skóla, ég var sein til að læra að lesa en á þeim árum voru orð eins og lesblinda ekki þekkt og flokkuðust börn eins og ég í þann hóp sem kallaður var tossar. Mér leið því illa í skóla og var í litlum tengslum við það sem var að gerast í kringum mig. Eg fór í gegnum gagnfræðaskóla og strax eftir próf var ég komin á giftingamarkaðinn og beið bara eftir að ganga í hjónaband og hefja barneignir. Þegar ég var sautján ára trúlofaðist ég og ári síðar var ég gift. Fljótlega eftir að ég giftist kom í ljós að ég yrði trúlega aldrei móðir og má segja að þá hafi ég fyrst staðið frammi fyrir því að ég gæti ekki planlagt líf mitt algjörlega upp á eigin spýtur og að það koma upp aðstæður sem ég ræð ekki við og verð því að breyta lífi mínu í samræmi við þær. Það tók ntig nokkur ár að sætta mig við barnleysið og eftir 6 ára hjónaband óskaði ég eftir skilnaði við mann minn, draumurinn um stóra húsið með öllum börnunum yrði aldrei að veruleika og þar með fannst mér grunnurinn að hjónabandinu brostinn. E'g gekk enn með þá hugmynd að ég væri með greind undir meðallagi og ég velti lengi fyrir ntér hvað ég ætti að gera við líf mitt. Mig langaði í skóla en mér fannst óhugsandi að ég gæti nokkurn tíma náð prófi. Eg fór því út á vinnumarkaðinn og eftir því sem árin liðu fann ég fyrir því að mér var treyst fyrir krefjandi verkefnunt. Ég var allt í einu farin að stunda viðskipti í útlöndum rúmlega 25 ára gömul, alveg reynslu- og menntunarlaus. Að finna að ég gæti staðið á eigin fótum og skilað mínum verkum var mér mikil lyftistöng á þessunt árurn og smám saman jókst sjálfstraust mitt. Þegar ég var rúmlega þrítug langaði mig til að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hafði ekki gifst aftur en átti sambúð að baki sem ég hafði átt erfitt með að gera upp og ég ákvað því að venda rnínu kvæði í kross og fór til Kaupmannahafnar. Það var árið 1982 og mikið atvinnuleysi og hálfgerð kreppa í Danmörku á þessum áruin. Ég vissi að ég mundi ekki fá vinnu og þar sem sjálfstraust mitt var með besta móti hélt ég að ég gæti hvað sem væri. Tapaði aleigunni á einu ári Ég seldi það sem ég átti hér á íslandi og setti allt mitt fé í veitingarekstur í Kaupmannahöfn. Þetta var 30 ára gamalgróinn veitingastaður með mikla og glæsilega fortíð. En þegar hér var kontið sögu var glansinn yfir staðnum farinn að dvína og tekjur Dana að minnka, auk þess sem pítsur og hainborgarar var orðin rnjög vinsæl og ódýr veitingahúsavara. Það tók mig eitt ár í bransanum að verða eignalaus og ekki nóg með það heldur varð ég stórskuldug. Það er of langt mál að tala um allt sent úrskeiðis fór í Kaupmannahöfn en mér fannst á þessum tíma ógöngur mínar á þessu ári ágætur skammtur fyrir svona 70 ára mannsævi. v£ra 35

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.