Vera - 01.06.1998, Side 46

Vera - 01.06.1998, Side 46
pressa er oft mikil á konurnar, sérstaklega ef þær eiga börn, og það verður til þess að þær flýta sér of mikið af stað aftur. Ef börnin eru í vistun reyna þær að fá þau aftur og ef þær hafa misst forræðið fara þær að vinna í því að fá það aftur. Við aðstoðum konur að sjálf- sögðu í slíkum málum, en ég held að það komi varla fyrir að karlar sem búa á áfanga- heimilum standi í svona nokkru.” Mikilvægt að fá atvinnu Konurnar í Dyngjunni skiptast á um að elda mat, þær sjá um öll þrif og reka húsið eins og sitt eigið heimili. Á áfangaheimilum fyrir karla eru hins vegar matreiðslumenn sem sjá um eldamennsku. Jóhannes Már er lærður matreiðslumaður og gefur konum sem ekki kunna að elda sérstakan tíma. „Það kemur oft fyrir að þær kunna ekkert að elda,” segir hann, „jafnvel konur sem hafa haldið heimili í mörg ár. En það er oft fjör í eldhúsinu, hér er bakað og skipst á spennandi uppskrift- um,” segir hann. Eins og áður segir fylgist Jóhannes Már með því að framþróun verði hjá konunum, að þær séu að gera eitthvað í sínum málum. Þær sem gera ekkert, daga uppi og fara flestar að drekka aftur. Skrefið út í lífið aftur getur reynst erfitt og þar skiptir þátttaka í atvinnu- "Skamm, sektarkennd ag sársauki eru sterk- ari hjá konunum því við drykkjuna hafa svo margir viBkvæmir þætt- ir beðið skaða. "Felagsleg pressa er oft mikil á konumar, sér- staklega ef þær eiga btim, og það verður til þess að þær flýta sér of mikið af stað aftur." lífinu miklu. Það skiptir því gífurlega miklu máli hvort konunum tekst að fá vinnu eða ekki. „Ég er mjög stoltur af stelpunum sem eru hérna núna, hvað þeim hefur mörgum tekist að fá vinnu,” segir hann. „Það er auðvitað erfitt að koma í atvinnuviðtal með brösuga atvinnu- sögu, ef nokkra, segjast vera að koma úr meðferð og búa á áfangaheimili. Það þarf sterk bein til þess en sem bet- ur fer eru enn til atvinnurekendur sem vilja gefa fólki möguleika. Ef þær fá vinnu tekst mörgum þeirra að sanna sig. Bara það að þurfa að mæta á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er mikilvæg prófraun fyrir fólk sem hef- ur misst tök á lífi sínu. Ungar konur hafa komist á námskeið fyrir atvinnu- lausa hjá Hinu húsinu og fengið þar mikilvæga þjálfun og styrkingu. Kona á miðjum aldri hefur einnig komist í verkefnið Gangskör sem er fyrir at- vinnulausar konur yfir fertugt. Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvað hún er ánægð því oft getur reynst erfitt fyrir konur á hennar aldri að fá vinnu. Atvinnu- rekendur í dag virðast helst vilja ráða konur sem eru 25 ára og komnar úr barneign. Þær mega heldur ekki vera með ung börn!” Jóhannes Már er eini karlmaðurinn sem hef- ur verið forstöðumaður Dyngjunnar. Hann segir að það fyrirkomulag hafi gefist vel og sú staðreynd að hann er hommi veitir honum ákveðna sérstöðu. Konurnar geta því ekki spilað á hann sem kynveru, né hann misnot- að aðstöðu sína gagnvart þeim. „Það eru ýmsir kostir sem fylgja því að samkynhneigð- ur karlmaður stjórni svona heimili,” segir hann. „Ég verð t.d. aldrei vinkona þeirra, en þegar slík staða kemur upp hjá forstöðukonu getur orðið erfitt að taka á viðkvæmum mál- um. Konur sem eru komnar út í horn með sjálfar sig beita öllum ráðum til þess að spila á fólk sem vinnur með þær. Margar þeirra kunna mjög vel að snúa karlmönnum um fingur sér en það geta þær ekki við mig. Þær hafa reynt það en ég bendi þeim bara á að eistun á mér virki ekki fyrir þær!” segir Jó- hannes Már og hlær. Við óskum honum á- framhaldandi farsældar í starfinu á Dyngj- unni og óskum Konunni til hamingju með fyrstu tíu árin. EÞ ég þær sem eru heima. Á mánudög- um ræðum við hvernig hafi gengið yfir helgina og hvað sé framundan í vikunni og á fimmtudögum ræðum við um helgina framundan. Á þriðju- dagskvöldum kemur áfengisráðgjafi frá SÁÁ á húsfund, sem allar eru skyldugar að sækja, og ég sit þá fundi. Ein af reglum heimilisins er að mæta á minnst þrjá AA fundi í viku svo þetta er töluverð dagskrá hjá þeim. Margar sækja félagsmiðstöð SÁÁ, og annað starf sem þar er boðið upp á, og við förum stundum saman á mannamót, t.d. í leikhús.” Konum liggur of mikið á Jóhannes segir að reglan sé sú að eftir því sem konur gefi sér betri tíma til bata þess meiri árangurs megi vænta. Algengt er að konur dvelji í Dyngj- unni í þrjá til sex mánuði en þær mega vera lengur og sumar eru þar í meira en ár. „Konum liggur oft svo mikið á og þær eru styttra á áfangaheimili heldur en karlmenn,” segir hann. „Þær drífa sig út, þó að félagsleg staða og andlegt ójafnvægi þeirra sé oft verri en karlanna. Konur gera Iíka meiri félagsleg- ar kröfur heldur en karlar, sem oft á rætur í því að þær eru með börn. Það er t.d. algengt að þegar þær flytja héðan, eftir t.d. þrjá mán- uði, flytji þær inn í fullbúna, tveggja her- bergja íbúð þar sem ekkert má vanta. Ferill- inn hjá körlunum er hins vegar oftar þannig að þeir búa lengur á áfangaheimili, leigja svo herbergi með Iágmarks útbúnaði og ná ár- angri því þeir láta sig hafa svona aðstæður á meðan þeir eru að vinna sig upp. Það er líka staðreynd að konur eru oft ver á sig komnar þegar þær fara í meðferð heldur en karlar því þær leyna sjúkdómi sínum lengur en þeir. Skömm, sektarkennd og sársauki eru sterkari hjá konunum því við drykkjuna hafa svo margir viðkvæmir þættir beðið skaða . Hin heilögu hlutverk konunnar, t.d. móðurhlut- verkið, hafa orðið að víkja þegar þær eru að drekka og því fylgir mikil skömm. Kvíði er því oft mikill þegar þær koma út í lífið og það gerir þær getuminni til þess að takast á við það sem bíður þeirra. Við reynum að hjálpa þeim til að vinna úr kvíðanum og finna möguleika sína en það sem helst skortir á er að þær vilji gefa sér nægan tíma. Félagsleg

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.