Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 45

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 45
Hvað á kona að gera þegar hún kemur út í lífið eftir áfengis- meðferð og á ekki öruggt húsaskjól eða getur ekki farið þangað sem hún bjó áður? Að koma sér af braut áfengis- eða vímefnanotkunar þýðir oft að um leið þarf að taka upp nýj- an lífsstíl og læra að lifa upp á nýtt. Velferðarfélagið Konan var stofnað til þess að auð- velda konum þessi mikilvægu skref og opnaði í apríl 1988 áfangaheimilið Dyngjuna. Sjö manna stjórn Dyngjunnar hef- ur yfirumsjón með rekstrinum og er núverandi formaður Hjördís R. Jónsdóttir. í tilefni af tíu ára afmæli Dyngjunnar við Snekkjuvog 21 fórum við í heimsókn þangað og ræddum við forstöðumanninn, Jóhann- es Má Gunnarsson. OJtUCCT SUJÖl í ÞMhCJUHNI spjallað við Jóhannes Má Gunnarsson, forstöðumann úsið Snekkjuvogur 21 er stórt, tvílyft einbýlishús frá sjötta áratugnum og hentar sérlega vel fyrir þessa starfsemi. Á efri hæðinni eru rúmgóð og vel búin herbergi, á aðalhæðinni eru tvær stofur, borð- stofa og garðskáli, auk eldhúss og skrifstofu, og í kjallaranum er einstaklingsíbúð. Tólf konur geta búið í Dyngjunni í einu, auk barna. Jóhannes Már tók við starfi forstöðumanns fyrir rúmu ári en hann hefur unnið á ýmsum meðferðar- og áfangaheimilum um árabil, bæði sem matreiðslumaður og umsjónar- maður. I eldhúsinu situr ung stúlka og spjallar við Jóhannes Má. Hún hefur búið á heimilinu í mánuð og er að leita að vinnu. Hún flettir Morgunblaðinu og lítur yfir minningagrein- arnar, rekst á dánartilkynningu með mynd af ungri konu og bregður augljóslega; segir: “Jói, sjáðu. Hún var með mér á Vogi.” Þau ræða hvernig áfengið geti beinlínis leitt fólk til dauða og Jói segir að eftir margra ára starf í meðferðargeiranum sé algengt að sjá dánar- tilkynningar eða minningagreinar um fórnar- lömb vímuefna. Önnur ung stúlka kemur niður í eldhús. Hún hefur aðeins búið í fjóra daga í Dyngjunni og á líka eftir að fá vinnu. Helmingur íbúanna vinnur hins vegar úti og tekst þannig á við lífið á nýjan leik, einnig er algengt að íbúar Dyngjunnar séu í dagsmeð- ferð á vegum SÁÁ. Þegar Dyngjan var stofnuð var aðeins einn staður til fyrir konur sem voru að koma úr áfengismeðferð, heimilið á Amtmannsstíg 5 sem Reykjavíkurborg rak fyrir skjólstæðinga sína. Fyrir tveimur árum setti SÁÁ á stofn áfagnaheimili fyrir konur í Eskihlíð, en tíu áfangaheimili fyrir karla eru rekin í Reykja- vík. „Stofnfélagar Konunnar sáu að það var mik- il þörf fyrir annan valkost en Amtmannsstíg- inn því þangað komust aðeins konur sem áttu lögheimili í Reykjavík. Þær höfðu nýjar hug- myndir um aðstoð eftir meðferð en margar af stofnfélögunum höfðu verið í meðferð í Bandaríkjunum og kynnst þar svokölluðum Half-way houses. Eins og nafnið ber með sér er litið svo á að konur séu komnar hálfa leið út í lífið og á heimilinu njóta þær ýmiss stuðnings á meðan þær eru að koma undir sig fótunum,” segir Jóhannes Már. í anda Úlafíu Jóhannsdóttur Frá því að fyrsta konan kom til dvalar á Dyngjunni fyrir tíu árum hafa um 450 konur dvalið þar í lengri eða skemmri tíma og sum- ar hafa búið þar oftar en einu sinni. Þær hafa verið á öllum aldri en algengast er að þær séu um þrítugt. Yngsti skjólstæðingurinn, frá því Jóhannes Már tók við, var 13 ára og var að koma úr meðferð ásamt móður sinni sem var þrítug. Vistgjöld á ntánuði eru 31.000 krón- ur, þ.e. 1000 krónur á dag, og innifalið í því er húsnæði og fæði. Reksturinn kostar hins vegar rúmar 2000 krónur á dag fyrir hverja konu. Hinn hlutinn kemur frá hinu opinbera og líknar- og kvenfélögum en húsnæðið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Þegar ég kom til starfa fannst mér heimil- ið vera farið að láta á sjá,” segir Jóhannes Már. „Ég lagði því áherslu á að fegra og bæta innanhúss. Einn dyggasti stuðningsaðili Dyngjunnar frá upphafi er Hvítabandið, 103 ára gamalt félag sem byggir starf sitt m.a. á hugsjónum Ólafíu Jóhannsdóttur en hún var meðal stofnenda þess. Ólafía helgaði líf sitt starfi fyrir drykkjukonur í Ósló og er minnis- varði um hana þar í borg. Hvítabandið gaf nýjar gardínur í allt húsið og mottur sem setja hlýlegan svip á það. Við fengurn einnig styrki frá kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Mæðrastyrksnefnd og Thorvald- sensfélaginu til þess að vinna að uppbygging- unni innanhúss.” Að hera ábyrgð á sjáliri sér Jóhannes er eini starfsmaður heimilisins og vinnur hefðbundinn vinnutíma. Konurnar bera því sjálfar ábyrgð á heimilinu á kvöldin og um helgar og þar reynir á það sem þær hafa lært í meðferðinni. „Ég fylgist með því sem þær eru að gera í sínum málurn, t.d. í at- vinnuleit. Ég hvet þær, spyr hvort þær séu búnar að kanna þetta eða hitt en ég geri ekk- ert fyrir þær. Þær niega leita til mín þegar þær vilja og við finnum kannski sameiginleg úr- ræði en þær verða sjálfar að vinna í málun- um,” segir Jóhannes. „Hluti af því að vera hér er að læra að bera ábyrgð á sjálfum sér og ég hef aldrei þurft að reka konu út vegna þess að hún hafi bragðað áfengi. Þær bera það mikla virðingu fyrir húsinu að ef þær hafa ætlað að byrja að drekka hafa þær horfið. Á mánudags- og fimmtudagsmorgnum hitti v£ra 45

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.