Vera - 01.06.1998, Page 47

Vera - 01.06.1998, Page 47
umhverfismál □g ósonlagicl Avorin, þegar sól hækkar á lofti eftir langan vetur, birtast gjarnan fréftir um ngjar upplgsingar um egðingu úsonlags- ins. Þú flestir hafi hegrt af þessu vanda- máli gætir töluverðs misskilnings um eðli þess og algengt er að því sé ruglað saman við gróðurhúsaáhrifin. Hér er hins vegar að mestu um úskglt mál að ræða. Um geisla sólarinnar Til að öðlast skilning á afleiðingum ósoneyðingarinnar er rétt að beina athyglinni fyrst að sól- inni sjálfri og geislum henn- ar. Orka sólargeisla ræðst af bylgjulengd þeirra. Geislar með styttri bylgjulengd eru orku- ríkari. „Ljós” er ein- ungis sá hluti sólar- geislanna sem við sjáum. Við þekkj- um ljós af mismun- andi bylgjulengd af lit þess. Þannig er blátt ljós með styttri bylgjulengd en rautt. Þetta skiptir máli í samhengi þessa pistils því sólargeislar sem eru með aðeins styttri bylgjulengd en bláa ljósið koma hér við sögu. Þeir eru orkuríkari en ljós og nefnast útfjólublá- ir geislar. Þeir eru ekki „ljós” vegna þess að þeir eru ósýnilegir. Úsonlagið Ósonlagið gleypir útfjólubláa geisla frá sólinni að stórum hluta. Óson (03) er lofttegund sem sam- sett er úr þremur súrefnisatómum. Súrefnissameindin (02) er mynduð úr tveimur súrefnisatómum. Óson myndast úr súrefni fyrir tilstuðlan sólargeisla í háloftunum, nánar tiltekið í heiðhvolfinu sem er ofan við veðrahvolfið í lofthjúpi jarðarinnar. Þar eyðist óson einnig. Fram á þessa öld ríkti jafnvægi milli myndunar og eyðingar ósonlags- ins. Þessu jafnvægi hefur nú verið raskað með tilkomu nýrra efna s.n. klórflúorkolefna sem fram komu fyrir miðja öldina og hafa verið not- uð sem kælimiðlar, sem þrýstiefni á úðabrúsa og sem hreinsiefni í raf- eindaiðnaði svo dæmi séu nefnd. Þekktast þessara efna er freon. Þetta eru stöðug efni og hættulaus við yfirborð jarðarinnar en þegar þau hafa borist upp í heiðhvolfið brotna þau niður og losa þá klóratóm úr læðingi. Það eru þessi klóratóm sem hraða niðurbroti ósons. Nákvæmlega hefur verið fylgst með eyðingu ósonlagsins m.a. yfir ís- landi á vegum Veðurstofunnar. Það var hins vegar ekki fyrr en s.n. ósongat uppgötvaðist yfir Suðurheimsskautinu að málið fékk óskipta athygli stjórnmálamanna. Sérstakar aðstæður í háloftpnum yfir Suð- urheimsskautinu leiða til þess að óson eyðist þar að mestu á vorin en jafnar sig töluvert þess á milli. Uppgötvun ósongatsins flýtti því að samstaða náðist um s.n. Montr- eal bókun fyrir rúmlega áratug. Með þessari bókun og viðbótum við hana er notkun ósoneyðandi efna bönnuð í áföngum. Þessi efni hafa hins vegar langan líftíma þannig að það verður ekki fyrr en um miðja næstu öld sem ósonlagið nær jafnvægi aftur, að því gefnu að þjóðirn- ar uppfylli skuldbindingar sínar og hætti notkun ósoneyðandi efna á tilsettum tíma. Montreal bókunin er dæmi um vel heppnað starf á al- þjóðavettvangi í þágu umhverfisins. Afleiðingarnar En af hverju eru útfjólubláir geislar vandamál? Þeir hafa margvísleg áhrif. Áhrif á manninn tengjast m.a. röskun á ónæmiskerfinu, aukinni hættu á húðkrabbameini og möguleikum á sjón- skaða. Hegðun í sól ræður miklu um það hversu alvarlegar afleiðing- arnar verða fyrir hvern og einn auk þess sem einstaklingar eru mis viðkvæmir. Slæmur 0K sólbruni, einkum á barns- aldri, eykur hættuna á húðkrabbameini síðar á æfinni. Aukin út- fjólublá geislun eyk- ur hættuna á slærn- um bruna. Það ger- ir einnig óvarkárni í sól og snöggar breytingar á dag- legum skammti, t.d. þegar farið er í sólarlandaferð beint úr inniveru. í húðinni myndast varnarefni sem gleypa útfjólubláa geisla áður en þeir valda skaða. Húðin þarf hins vegar tíma til að mynda þessi efni og aðlagast sólinni. Augun geta einnig orðið fyrir skaða ef þau eru ekki varin, einkum í nálægð við vatn eða snjó þar sem endurkast er mikið. Sólina þarf að umgangast með varkárni og hættan eykst samfara aukinni útfjólublárri geislun. Á sól- ríkum svæðum eru yfirvöld farin að vara fólk við á þeim dögum sem blutfall útfjólublárra geisla er hátt. Áhrifin á lífríkið eru ekki síður áhyggjuefni. Þar beinist athyglin eink- um að plöntum. Aukin útfjólublá geislun dregur úr ljóstillífun og þar með vexti plantna. Þessi áhrif eru hins vegar veikari en fyrst var ótt- ast vegna þess að plöntur geta einnig varið sig fyrir útfjólubláum geisl- um með myndun litarefna í yfirhúðinni. Plöntur eru hins vegar mis- þolnar og því má gera ráð fyrir því að aukin útfjólublá geislun leiði til röskunar á samkeppni og þar með gróðurfari. Meiri hætta á alvarlegum afleiðingum er hins vegar í sjónum. Margir þörungar sem mikilvægir eru í fæðukeðjunni í sjónum geta ekki var- ið sig eins vel fyrir geisluninni og geta orðið fyrir neikvæðum áhrif- um. Þessa hættu þarf að rannsaka frekar. Höfundur er plantulífeblisfræðingur og starfar um þessar mundir sem sérlræöingur í umhverfisráðuneytinu. Hann er meðlimur í íslensku samninganefndinni vegna Kyoto bókunarinnar. vfra 47 eftir Halldór Þorgeirsson

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.