Vera - 01.02.2005, Side 12

Vera - 01.02.2005, Side 12
 Saumastofan - fyrr og ri - ÞRJÁR RITNEFNDARKONUR FÓRU í LEIKHÚS » Saumastofan 30 árum síðar er heiti á nýju leikriti eft- ir Agnar 3ón Egilsson sem leikfélagið Tóbías sýnir á Litla sviöi Borgarleikhússins. Leikritið er sagt vera upp úr og byggt á samnefndu leikriti eftir Kjartan Ragnarsson sem var skrifað í tilefni af Kvennafrídeginum 1975 og sló rækilega í gegn, var sýnt yfir 200 sinnum á þriggja ára tímabili. Verkió gerðist á óvenjulegum vinnudegi á saumastofu þegar konurnar slógu upp veislu og deildu lífsreynslu sinni og leyndarmálum hver með annarri í stað þess að vinna hversdagverkin. Um nýja^ verkið segir í leikskrá: „Á seinustu 30 árum hefur ýmislegt breyst, þar á meðal aðstæður og viðhorf fólks. Þar sem að kvennaumræðan hefur verið mikð upp á pallborðinu síðast- liðna mánuði fannst okkur tilvalió aö kíkja aftur inn á Sauma- stofuna og sjá hvar þessar konur væru staddar í dag." Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem þrjár ritnefndarkonur VERU fóru aó sjá sýn- inguna Saumastofan 30 árum síðar. Sú elsta í hópnum, Elísabet ritstýra (f. 1955), rifjaði upp hvernig Saumastofan hefði á sinum tíma kveikt í konum, fengið þær til að skoða eigin stöóu og vakið upp samúð meó konunum á sviðinu og þar með kvennasam- stöðu. Hún sá verkió oftar en einu sinni og kunni marga söngtextana. Þorgerður (f. 1968), sá aldrei Saumastofuna en man vel eftir umtalinu sem hún skapaði og lögunum sem gjarnan voru spiluð á gömlu gufunni. Sérstaklega var henni lagið „Kæru systur", minnisstætt. Það var þó ekki fyrr en við fórum að hlusta á lögin úr gamta verkinu sem hún áttaði sig á þvi að skraddarinn sem söng lagió ætti að vera hommi. Það hafði aldrei hvarflað að henni, enda var leikritið frumsýnt þremur árum áóur en Sam- tökin '78 voru stofnuð. Að vera hommi eóa lesbía var eitthvað sem ekki var rætt á is- lenskum heimilum. Sú yngsta í hópnum, Auð- ur Magndís (f. 1982), fæddist sjö árum eftir aó leikritið var frumsýnt og vissi ekki að þaó hefði verið til fyrr en nú. Þegar við vorum búnar að fá miða á sýninguna sagði hún móður sinni frá því hvað til stæói. Mamma hennar rifjaði þá upp að Saumastofan væri sennilega það leikrit sem henni þætti eftir- minnilegast, enn þann dag i dag, og gat sungið heilu erindin úr vinsælustu söngvun- um. Persónurnar og leikendurnir í sýningunni fáum við að kynnast fjórum konum og einum strák sem vinna á ein- hverskonar hönnunar- eða saumastofu. Fyrsta týpan, sem jafnframt var trúust frummyndinni, var unga, ólétta stelpan sem í þessari uppfærslu var pönkarastelpa sem hafði verið nauðgað fullri, (Gussa, leikin af Bryndisi Ásmundsdóttur). Hún ákvað að eiga barnið þrátt fyrir það, eins og í fyrri sýningunni en þar kemur fram aó þetta er önnur ólétta hennar, hina hafði hún endað 15 ára gömul i ólöglegri fóstureyóingu. Fóstureyðing er hvergi nefnd i þessari sýn- ingu enda eru fóstureyðingar eitt stærsta tabúið i dægurmenningu nútimans. Það hefði því verið róttækt nú að fjalla um fóst- ureyðingar, val kvenna og sjálfsákvörðunar- rétt, rétt eins og fyrir 30 árum, Tvær kvennanna höfóu yfirgefió menn og börn. Önnur, (Fjóla Rós, leikin af Alexíu Björgu Jóhannesdóttur), til aó fara suður og fá sér vinnu sem verkstjóri á sauma- stofu, hin, (Jóka, leikin af ísgerói Elfu Gunnarsdóttur), tiL að meika það sem dans- ari í Bandaríkjunum. Hún er sióan fuLltrúi kLisjunnar sem oft er haldið á lofti um bandarískt samfélag, um ofur jákvæðni, trú á hópefLi o.s.frv, en einnig fuLLtrúi hins ýkta kvenleika sem kristallast í útLitsdýrkun og þjónaði aðeins þeim tiLgangi að vera hLægi- Legur, þó án aLLrar gagnrýni. Hún var hins vegar að missa forræði og umgengnisrétt fyrir barninu í hendur föðurins og nýju kon- unnar hans. í því dæmi má reyndar sjá nýja tima þar sem réttur feðra er orðinn meiri og algengara að þeir sækist eftir forræói yfir börnum sínum en áóur. Spyrja má hvort boðskapurinn sem þarna var verió að koma á framfæri sé að konur skyLdu ekki yfirgefa menn sina og fjöLskyLdur heldur harka af sér, hversu gLatað sem sam- bandið er, og láta eigin drauma víkja fyrir veLferð fjölskyLdunnar. Hvorug konan virtist hafa komið veL út úr því aó yfirgefa manninn. Verkstjórinn var hin mesta tík, dónaLeg og yf- irhöfuð ömurLeg við samstarfsfóLk sitt, í það minnsta framan af sýningunni. Hin missti forræói yfir barninu sínu og galt þar með dýru verói aó hafa reynt að uppfyLla drauma sína um starfsframa. MerkiLegasta persónan var Guðrún, (sem jafnframt var best leikin af Maríu PáLsdótt- ur). Snemma kom fram að hún var að haLda upp á eitthvað því hún var stöðugt að ota Lagköku og BaiLies að samstarfsfóLki sínu. 12/1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.