Vera - 01.02.2005, Side 24

Vera - 01.02.2005, Side 24
Breytum ríkjandi Í 1 i #1 ■■ II I 1(1 I W, í | I 0m I I Ji \iliXLLCL L*JL Sá sem hér talar er ekki sérfræðingur um málefni fjölskyldunnar. Ég starfa hins vegar sem prestur í fjölmennum söfnuði meö lágan meðalaldur safnaðarfólks. Við prestarnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði skírum t.d. um 150 börn á ári og ferm- ingarbörnin eru um 100. Við erum því í nánum tengslum við ungt fjölskyldu- fólk og þessi hugleiðing byggir á þeirri reynslu. Þegar ég hugsa um málefni fjölskylclunn- ar kemur mér fyrst í hug hvað margir spjara sig vel, hvað margir búa vel og hvað við eigum mikið af ungu efnilegu fólki. Áreitið er hins vegar mikið í samfé- lagi okkar. Áreiti sem hefur haft skaðleg áhrif á margar fjölskyldur. Það er einhver stöðug spenna í lofti sem stafar af mörg- um samverkandi þáttum. Við búum í ótrúlegu streitusamfélagi og lífsgæða- kapphlaupið er mikið. „Allir eru að gera það gott nema ég,” segir í gömlu dægurlagi. Það er mikið kapphlaup í gangi og enginn vill skerast úr leik, allir vilja gera það gott. Við berum okkur saman við nágranna og vini og viljum ekki verða eftirbátar annarra. Hús og bíll eru stöðutákn í samfélagi okkar. Ungt fólk á að mennta sig og helst að stofna fjölskyldu á sama tíma. Þá þarf að sjálfsögðu að kaupa íbúð og bíl og þar eru kröfurnar ekki smáar. Sjónvarpsþættir eins og Innlit \ Útlit hafa gríðarleg áhrif sem reyndar minnir á áhrif fjölmiðla og auglýsinga á ungt fjölskyldufólk. Við erum mötuð á auglýsingum um það hvernig tilveran á vera, hvernig við eigum 24/ 1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.