Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Qupperneq 7
r Avarp. Eitt af þeim málefnum, sem aSalfundur Ljósmæðrafjelags ís- lands (29. júlí þ. á.) hafði með höndum, var að athuga, hve dýrt væri að gefa út blað handa ljósmæðrum þessa lands, og skoraði fundurinn á stjórn fjelagsins, ,,að koma þessu í fram- kvæmd svo fljótt, sem auÖið væri.“ prátt fyrir alla dýrtíð og afarháan prentunarkostnað hefir nú stjórn Ljósmæðrafjelagsins ráðist í að reyna þetta, og kemur hjer nú 1. tölublaðið. pað kann eð þykja ofdirfska, að ráðast í slíkt fyrir jafn fá- menna stjett, en stjórn fjelagsins leit svo á, að ekki væri rjett að leggja árar í bát alveg að óreyndu. Flestar eöa allar stjettir hjer á Iandi eiga sjer eitthvert blað, sem ræðir málefni þeirra, þeim til hagsbóta og fræðslu um ýms þau efni, sem að þeirra starfi lúta, og þykir stjórn Ljósmæðrafjelagsins, sem ekki muni síður þörf á slíku fyrir ljósmæður þessa lands, þótt fáar sjeu. Er svo til ætlast, að blaðið flytji greinar um alt það, sem varð- ar stöðu ljésmæðra og starf þeirra alt, eftir því, sem framast er unt. Færi vel á að ljósmæður úti um landið sendu því af og lil ritgerðir, eða þó ekki væri nema smábendingar, um hitt og þetta, sem þær teldu þess vert að vekja athygli á. Vitanlega er þetta ekki nema tilraun; það er komið undir Ijósmæðrum þessa lands, hvort þær hafa þann metnað, að gera það sem þær geta til þess að halda út blaði fyrir stjett sína, eða kjósa heldur að hýrast, hver í sínu horni, og láta ekkert á sjer kræla, og láta sjer standa á sama um stjettarmálefni sín, hvort sem til frama er eða fræðslu. pað þykiv nú, sem vonlegt er, ekki sitja vel á stjórn Ljós- mæðrafjelagsins, að miklast af sjer og sínum gerðum, enda er

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.