Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Page 8
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fjelagið enn svo kornungt, að varla verður með sanngirni heimt- að, að það hafi þegar komið miklu til vegar. En minna má ]?ó á, að þa? er fjelaginu að þakka, ]?ó ungt sje, að bætt voru launakjör Ijósmæðra. pá hefir fjelagið líka sent áskorun til Alþingis um styrk til út- gáfu nýrrar kenslubókar í yfirsetufræði, og hefir þetta borið þann árangur, að nú er verið að prenta þýðingu á Brandts ljósmóðurfræði, sem hver Ijósmóðir ætti að eignast (verður bók- in líklega fullprentuð upp úr áramótunum). Enn hefir fjelagið með höndum málaleitun um breytingu á ljósmóðurskólanum, þótt enn sje ósjeð, hvernig því máli reiðir af. — Loks hefr fjelagið ráðist í þetta fyrirtæki, að gefa út blað, og veit engin okkar hver örlög þess verða, — hvort króginn verð- ur látinn lognast út af úr hor og hungri, eða hvort ljósmæður vilja vera samhuga um að gera sitt til að hann geti lifað. pað er alveg á þeirra valdi, og „þá veit gjörr er reynir“. petta 1. tölublað er nú sent út til allra landsins ljósmæðra; er hugsunin sú, að láta koma 4 slík tölublöð yfir árið, og kosti ár- gangurinn 4 kr. Er nú skorað á ykkur allar, kæru starfssystur, að senda um hœl skriflega yfirlýsingu um það, til stjórnar Ljós- mæðrafjelagsins, hvort þið viljið gerast áskrifendur að þessu blaði. Andvirðið væri kærast að fá sent sem fyrst til gjaldkera fjelagsins. Væntanlegir kaupendur blaðsins eru vinsamlega beðn- ir að senda pantanir sínar til ritstjórnarinnar og tilgreina heimilis- fang sitt, hrepp og sýslu. í ritstjórn fyrst um sinn er stjórn Ljósmæðrafjelags íslands. Brjóstbörn og pelabörn. Rannsóknir lækna hafa leitt í ljós, að stórfeldur munur er á heilbrigði ungbarna eftir því, hvort þau eru Iögð á brjóst eða alast upp við pela; brióstbörnunum farnast miklu betur en pela- börnum. Á Norðurlöndum, þar sem meðferð ungbarna er með svipuðum hætti og hjer á landi, hafa verið athuguð afdrif ung-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.