Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Page 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
5
barna í hundraSa- og þúsundatali, og telst svo til að ungbarna-
dauði sje sjöfalt meiri meðal pelabarna, en þeirra barna, sem
lögS eru á brjóst. Mjer þykir trúlegt, aS munurinn sje ekki eins
mikill hjer á landi, en mikill mun hann samt áreiðanlega vera.
Eins og ljósmæðrum er kunnugt, stendur yfir rannsókn á þessu
efni með þeirra hjálp, og vænta læknar þess, að Ijósmæður sýni
alúð við að svara með nákvæmni fyrirspurnunum á hinum út-
sendu eyðublöðum. pótt ekki sje enn sýnt með tölum fram á
hollustu brjóstamjólkunnnar hjer á landi, bendir reynsla íslenskra
lækna og ljósmæðra á, að ungbörnunum sje best borgið við móö-
urfcrjóstið. Nýlega hefir greinagóð ljósmóðir í Reykjavík tjáð
mjer, að sjúkleiki vegna meltingarkvilla sje að sinni reynslu til-
tölulega minni meðal íátækra í ljelegum íbúðum hjer í bæ, held-
ur en hjá efnuðu fólki, sem hefir holl húsakynni. Ljósmóðirin
er ekki í vafa um, hverju þetta sætir. Hún segir að fátæku mæð-
urnar leggi að heita má allar börnin sín á brjóst, og hafi ]?au
á brjósti þangað til ]?au eru komin hátt á annað misserið. Lífs-
kjör þeirra eru þannig, að ]?ær freistast ekki til að hliðra sjer
hjá þessari móðurskyldu sinni, að leggja börnin á brjóst. Konur
þessar komast ekki að heiman, ]?ótt ]?ær vildu, ]?ví hjálpin er
engin; J?ær eru því að heita má ætíð heima, og auk ]?ess er
cdýrara og umstangsminna að hafa börnin á brjósti. Oðru máli
er að gegna um mæður í betri kringumstæðum. pær freistast ti!
að hafa börnin skemur á brjósti. Húsmæðurnar hafa stúlkur og
geta ]?ví verið lausari við heimilið, en falið öðrum að útbúa pel-
ann handa vöggubarninu. Jeg hygg að skýring ljósmóðurinnar
sje laukrjett.
Hvers vegna er móðurmjóU(tn hollari en pe\inn?
I. Mjólkin kemur frá móðurbrjóstinu án ]?ess að hana ]?urfi
að nokkru Ieyti að matreiða eða breyta. Móðir vor, náttúran, heftr
sjeð svo um, áð í brjóstamjólkinni eru efnin í ]?eirri blöndu, sem við-
ráðanleg eru fyrir meltingarfæri ungbarnsins. Kúamjólkina ]?arf
aftur á móti að þynna með vatni og bæta í hana sykri, til ]?ess
að gera hana auðmeltari, en vitanlega fer slíkt oft í handa-
skolum, og altítt er, að pelabörnum er ýmist gefið á pelann ]?unt