Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Síða 12
8
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
þvagi og sje kvefi6 reiknað með, verður tala nýrnakvilla ennþá
hœrri.
Nýrnabólga er venjulega fremur væg og flestum konum batn-
ar hún að fullu þegar fæðingin er um garð gengin, en hún get-
ur orðið mjög alvarleg, og þess vegna er rjett að veita heni.i
eftirtekt og reyna eftir megni að verjast henni.
Nýrnabólga getur verið með ýmsu móti, og eru stundum reglu-
leg bólgueinkenni að sjá á nýrnavefnum, en stundum gætir þeirra
mjög lítið, en hin og þessi eiturefni í blóðinu hafa þau áhrif á
nýrnakirtlana, að eggjahvítan kemst í gegn, út í þvagið, án
þess að stórvægilegar breytingar sjáist, og þá ná nýrun sjer
vanalega fljótt aftur, þá er eiturefnin hverfa úr líkamanum.
Nýrnabólga vanfærra kvenna er oftast af síðarnefndu tegund-
inni, og ætla menn, að hún stafi af efnum þeim, sem myndast
við það, að kona gengur með fóstur, eða í sjálfu egginu og
sýnast stundum vera eitur fyrir móðurina og orsaka ýmsa aðra
kvilla, svo sem brúnar skellur í húðinni, kláða, uppköst og aðra
enn þá alvarlegri, eins og t. d. fæðingarkrampa.
Nýrnabólgan byrjar vanalega ekki fyr en konan er hálfgengin
með eða rúmlega það, og verður því tíðari og meiri, sem nær
dregur fæðingunni, og meðan á fæðingunni stendur, getur eggja
hvítan í þvaginu aukist að miklum mun, sjerstaklega ef fæð-
ingin er erfið og gengur seint. En eggjahvítan hverfur oftast
fljótt eftir fæðinguna, stundum á nokkrum dögum, og mjög sjald-
gæft er það, að eggjahvítan haldist lengi eftir fæðinguna eða
verði viðlcðandi, og er það eitt meðal annars, sem sýnir, að
hún á ekki rót sína að rekja til mikilvægra breytinga í nýruu-
um, en orsakast fremur af eiturefnum frá egginu, sem hverfa
fljótt eftir að fóstur og fylgja eru fædd.
Einkenni veikinnar eru oftast lítil og margar konur hafa ef ■
laust eggjahvítu í þvagi, án þess að nokkur viti, af því að þvagið
er ekki rannsakað. pess vegna er það líka, að slæm nýrnabólga
kemur oft, eins og þjófur á nóttu, með öllum sínum fylgifisk-
um, án þess að nokkur hafi við búist, og þegar orðið er um
seinan að ráða bót á henni. pað ætti því að vera föst regla, að
rannsaka þvag vanfærra kvenna við og við allan seinni hluta