Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Side 14
10
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
krampinn, sem, eins og nafnið eklampsia bendir á, kemur cem
þruma úr heiðskýru lofti, en kemur svo oftast af því, að ekki
hefir verið nógu vel að gætt, þvagið ekki rannsakað. A seinni
árum hefir oft tekist að koma í veg fyrir fæðingarkrampa með
J?ví að fylgjast nógu vel með líðan vanfærra kvenna og sjerstak-
lega með þvagrannsókn og haga svo meðferðinni eftir J?ví.
Aðgerðir ljósmóðurinnar við nýrnabólgu verða venjulega ofur
einfaldar. pegar læknir er við hendina, er altaf rjettast að snúa
sjer til hans, þegar eggjahvítan finst í þvagi, en sje eggjahvítan
lítil og langt til læknis, má reyna að láta konuna liggja í rúm-
inu, borða sem ljettasta fæðu, helst mjólk og mjólkurmat og
halda hægðum í góðu lagi. Ef eggjahvítan hverfur bráðlega við
J>etta, er hættan sennilega lítil, en vilji hún ekki hverfa og sjer-
staklega ef hún eykst, J>á er sjálfsagt að láta lækni skera úr, hvað
gera skuli.
Annar algengasti nýrnakvillinn er kvef í þvaggöngunum
(pyelitis), og er venjulegast að eins bólga í slímhúðinni og mest
í J>vaggangsvíddinni uppi við nýrun. Eins og við kvef annarstað-
ar, myndast slím og gröftur á slímhúðinni og skolast burtu með
þvaginu og finst í J?ví við skoðun, en eggjahvíta er mjög sjaldan
greftinum samfara, nema spor eða varla meira en svarar til
J>eirrar eggjahvítu, sem er í graftrarfrumunum sjálfum. Kvefið
mun ávalt orsakast af bakteríum, sem annað hvort koma blóð-
leiðina til nýrans eða frá blöðrunni upp móti Jjvagstraumnum.
Síðarnefnda leiðin er erfið bakteríum og nær J>ví ófær, nema
eitthvað sje J>ví til hindrunar, að þvagið geti runnið eðlilega frá
nýrunum niður í blöðruna. pessi hindrun verður einmitt oft hjá
vanfærum konum, sjerstaklega seinni hluta meðgöngutímans, J>eg-
ar legið er orðið stórt og liggur á þvagpípunum, og sjerstaklega
J>egar höfuðið er farið að ganga niður í grindina. petta getur
ekki eingöngu orðið orsök til kvefsins heldur líka, og sjerstak-
lega, orðið til J>ess, að kvef, sem einu sinni er komið, vill ekki
batna. pvagið safnast fyrir ofan við stýfluna og veitir J>annig
bakteríunum ágæt skilyrði til J>ess að tímgast og magnast.
pað er líkt með kvefið eins og nýrnabólguna, að konur
ganga oft með J>að, án J>ess að verða þess varar, J>að veldui