Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Qupperneq 15
LJ ÓSMÆÐRABLAÐIÐ
w
ef til vill að eins þyngslum og þreytuverkjum í bakinu, sem kon-
ur halda að eðlilegt sje um meðgöngutímann, og gefa þess vegna
lítinn gaum. pá er það að eins þvagrannsóknin, sem getur r.ýnt
að um kvef sje að ræða, þegar gröftur og bakteríur finnast í
þvaginu. Oftast helst veikin langa lengi, eða út meðgöngutím-
ann á þessu væga stigi, en stundum versnar veikin snögglega og
getur þá orðið mjög óþægileg og hættuleg. Konan fær þá alt
í einu háan hita og mikla verki í lendarnar og fram eftir, niður
að lífbeininu, og oft skjálfta og uppköst. Verkirnir koma oft í
köstum og geta líkst hríðum, svo konan heldur að fæðing sje að
byrja, en um Ieið koma líka töluverð eymsli í lendarnar og jafn-
vel fram á kviðinn, og getur þá, ef veikin er hægra megin, verið
erfitt að þekkja hana frá botnlangabólgu, og hefir margur saklaus
bctnlangi verið tekinn af þeirri ástæðu. Oftast er þó auðvelt að
þelckja veikina, ef vel er að gáð og þvagið rannsakað. Samfara
kvefinu verða þvaglátin mjög tíð og sár, en lítið kemur af þvagi
í einu og það sem kemur, er gruggugt.
Svona köst, með háum hita, skjálfta og verkjum, geta staðið
lengi og orðið hættuleg lífi og heilsu konunnar, en oftast lagast
■þetta von bráðar og stundum snögglega, líkt og tekið hafi verið
úr stíflu og greftinum hleypt út. En algengt er það, að köstin
koma hvert eftir annað, þótt konunni líði vel á milli, og óhætt
má fullyrða, að lcona, sem fengið hefir nýrnakvef um meðgöngu-
tímann, losni ekki við það til fulls, fyr en eftir fæðinguna, en
þá er líka venjan sú, að kvefið batnar tiltölulega fljótt, þótt hiía-
cg verkjaköst geti líka komið í sængurlegunni.
pað sjest aftur hjer, eins og við nýrnabólguna, að mikið er
undir því komið, að rannsaka þvagið við og við um meðgöngu-
tímann, og sjerstaklega að láta það ekki undir höfuð leggjast, ef
kcnan fer að kvarta um bakverk eða tíð þvaglát með verkjum
cg sviða. En hjer ber þess sjerstaklega að gæta, ef ljósmóðirin
ætlar að skoða þvagið eða senda lækni til rannsóknar, að þvag’tð
sje hreint og ómengað, eins og það kemur frá konunni. Ef
slím eða önnur útferð frá leggöngunum blandast þvaginu, þá
getur það vilt mjög og gert rannsóknina óáreiðanlega. pað verð-
ur því annaðhvort að taka þvagið með þvaglegg eða hindra