Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Síða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
39
ins míns,“ svaraði gamli maðurinn. Mundu ekki flestir
foreldrar vilja taka undir það með honum?
Ungbarnsgrátur! Hver er sá faðir, og livar er sú móðir,
sem eigi vikna hrærð, er þau minnast fæðingardags frum-
burðar síns? —
Hver fær lýst liátíðleik þeirrar stundar, er ljósmóðir-
in settist með skemil sinn undir fótum með litla nýfædda
livítvoðunginn í kjöltu sinni? Nýtt líf er i heiminn borið.
— Ný mannleg vera lítur ljós dagsins í fyrsta sinn! Er
ekki eitthvað dulrænt og guðdómlegt yfir þessu? —
Ljósmóðirin laugar litla líkamann, þerrar hann og
klæðir. Og litli angin spriklar þarna i reifunum sínum.
Hárið eins og dúnn, andlitið kringlótt, hörundið silki-
mjúkt með ljettum roða. Hnefinn er kreptur, og tinnudökk
augun, djúp og skær, stara fast á alt þetta nýja, sem um-
hverfis er. Hvað boðar það? Feigð eða langlífi? Ólán eða
gæfu? Hver fær svarað? Spurðu litlu augun þessa? Hver
veit það?
Og litli hvítvoðungurinn gi’jet. —
Móðirin unga tók litla barnið i faðm sinn, hjúfraði það
að sjer og kysti litla kollinn. Og faðirinn settist á rúm-
stokkinn, hrærður af gleði og þakklátur til skaparans og
alls sem er.
Hann greip hönd konu sinnar; augu þeirra mættust.
Svo litu þau bæði á harnið sitt nýfædda. pau horfðu á það
um stund og gleymdu öllu öðru, lirifin, þakklát, hrærð.
pau litu aftur upp, og enn mættust augu þeirra og þau
urðu sæl.
Ljósmóðirin stóð álengdar. Var sæla foreldranna ungu
eigi besta endurgjaldið fyrir strit hennar og vöku.
Hún bjó sig til ferðar og kvaddi.
pað er nótt. Stormurinn og regnið lemja gluggarúð-
urnar. Og nú er hringt á ný. En ljósmóðirin er öllum
veðrum vön. Hún kemur og fer á hvaða tima sem er, til