Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 14
48
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Útistandandi skuldir ...................... kr. 620,00
Kr. 5749,33
Útgjöld á árinu ........................... kr. 1031,53
Afg. til næsta árs ........................ kr. 4717,80
Kr. 5749,33
Næsta mál á dagskrá var sjúkrasjóðsmálið. Er þar nú
i sjóði alls 123 krónur, en betur má ef duga skal, og verð-
ur seinna vikið að þvi máli hjer í blaðinu. pess skal þó
getið, að nokkrar krónur bættust við á þessum fundi.
Fimm nýútskrifaðar ljósmæður gengu i fjelagið.
Samþykt var á fundinum að biðja stjórnina enn einu
sinni að senda launakröfur ljósmæðra til Alþingis, á þann
hátt, sem stjórnin telur heppilégast.
Hreyft var því á fundinum, bvort bægt muni vera að
gefa út fleiri tölublöð af Ljósmæðrablaðinu um árið.
Svaraði gjaldkeri því, að það væri með öllu ómögulegt,
svo lengi sem ljósmæður stæðu ekki betur í skilum með
borgun sína, eða útveguðu blaðinu fleiri kaupendur. Mörg
fleiri mál voru tekin fyrir, en engar ákvarðanir gerðar.
I fundarlok sagði frk. þuriður Bárðardóttir ljósm. ferða-
sögu sína. Hafði bún farið á landsfund ljósmæðra í Sví-
þjóð, sem haldinn var í Málmey dagana 14.—17. júni s. 1.
Skýrði hún frá málum þeim, sem rædd voru á fundinum.
Var erindið alt hið fróðlegasta, og einkar skemtilegt. Lof-
aði hún mjög gestrisni Svía og allar þeirra góðu viðtökur
sjer til handa. Kemur ef til vill seinna hjer í blaðinu ein-
liver frásögn af ferðalaginu.
Var þá fundi slitið. Bauð formaður fundarkonum að
kaffidrykkju þar á staðnum. Kom þeim þar saman um, að
iáta sjúkrasjóðinn njóta góðs af, og gáfu þær í bann sína
krónuna hver. Stjórnin.
Útgefamli: Ljósmæðrafjelag íslands.
Fj elagsprentsmiðjan