Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
43
best búinn til þess að leysa þau hlutverk sem honum, um-
fram alt annað, eru ætluð, og að alt fari sem best um
meðgöngutímann, fæðinguna og ungbarnahirðinguna,
þegar þar að kemur. pað segir sig sjálft, að til þess að
þetta gangi alt sem ákjósanlegast, þarf konan að liafa
heilbrigð líffæri, og að því ber því að stefna í öllum upp-
cldisatriðum, er um stúlkubörn er að ræða.
Einhver kynni nú að fetta fingur út í þessar kenningar,
og koma því að sem mótbáru, að nú sje svo háttað bög-
um vorum, að margt kvenfólk liliðri sjer Iijá þessari aðal
köllun sinni, að verða móðir og húsmóðir, og því er nú
ver að þetta er satt; er þar margt sem veldur, oft efna-
leg afkoma og annað ýmislegt í öllu þvi róti mannf jelags-
ins, öfgum og öfugstreymi sem nú á sjer stað. — En þó
að þetta sje satt, þá má alls ekki skoða líf þessara kvenna
sem einkisnýtt — það er nú öðru nær! J?ær geta beitt sjer
á margvíslegan hátt í þágu mannúðar, uppeldis og ment-
unar, ýmist sem ljósmæður, hjúkrunarkonur, kennarar,
læknar, umsjónarkonur á ýmsum uppeldisstofnunum,
kvennaheimilum og þvil., og þetta eru alt þýðingarmikil
störf — og það svo, að vandsjeð er hvernig úr rætist, ef
engar konur væru til að sinna slíkum störfum. —
pað er vitaskuld, að þegar rita skal um heilsufræði
kvenna, eða þær beilbrigðisreglur, sem æskilegast væri
að eftir væri farið um alt uppeldi þeirra, þá verður varla
hjá því komist, að krefjast margs þess, sem varla er við
að búast að a 11 i r fari eftir, og er margt sem veldur, oft-
ast efnalegar ástæður og aðrir heimilisbagir. Má þar til
nefna 1 a u g a r, matarhæfi, k 1 æ ð n a ð, í b ú ð og
annað fleira. En þó ekki verði farið eftir fullkomnustu
kröfunum, þykir þó rjett að benda á þær; þær sýna hvert
á að stefna, og að hverju ber að keppa.
J>að þykir ekki ldýða, að fara að rifja lijer upp alla
meðferð og hirðingu ungbarna alment, en benda má þó
á, að sjerstaka aðgæslu þarf að bafa við stúlkubörn ný-