Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Side 7
IiJ ÖS.MÆÐRA53 L AÐIÐ 41 ástandið sennilega nokkuð annað en lijer. Cotret ritar, að oft sími læknir til sjúkrahússins og segi: „Jeg sendi ykk- ur konu; þegar hún kemur, skuluð þið sprauta í hana 1 em3 af pituitrin, og látið mig svo vita, þegar legopið er fullþanið og rembingshríðir byrjaðar.“ Og hann segir enn- fremur: „Mjög oft, þótt sorglcgt sje frá að segja, hefir læknirinn ekki einu sinni rannsakað, hvort fæðing er byrjuð, hvað þá heldur fósturstöðuna, og aldrei hlutfallið milli stærðar fóstursins og grindarinnar. Cotret segir, að oft hafi stjettarbræður lians sagl honum, að þegar þeir væru sóttir til jóðsjúkrar konu, þá rannsaki þeir hana ekki, heldur gefi henni væna pituitrinsprautu og segi henni svo að láta sækja sig aftur, þegar hún fái góðar hriðir. Sje slík aðferð algeng í Ameríku, þá er vel skiljanleg hin megna andúð gegn lyfinu, sem með slíkri misnotkun getur valdið stórslysum. En óhægt getur verið að kippa þessu í lag. Iljer í Evrópu nota sumir það alls ekki, t. d. Convelaire. Konwer (Utrecht) hefir sjeð þvi misbeilt svo mjög, að irnnn hefir algerlega bannað að nota það á fæðingarstofn- un sinni. Aðrir, svo sem Brindeau, nota það mjög sjald- an, Fuinsholtz (Nancy) við 4 af hverjum 100 fæðingum, 'Varon (Lyon) við 1—2, Brouha (Liege), Schickellé (Strassburg) við 10, Becaesens (Madrid) við 18, Keiffer (Bruxell) 30—40, Leineland minst 90 og Vaudescal við 20 af 100. Sumir álíta, þar á meðal Paucot, að pituitrin megi hverfa úr sögunni alveg eins og sekale fyrir fæðingu. Aftur cru aðrir, eins og Munro-Kerr, sem skrifa: Jeg tel pituitrin gott lyf í höndum þeirra, sem til hlýtar þekkja alt það, er fæðingarhjálp við kemur og hafa reynslu í þeim efnum, hæði á fæðingarstofnunum og utan þeirra. En jeg er fyllilega sannfærður um, að hin óbundna notkun þess hefir í för með sjer margvislegan háska og óhöpp, því að meðferð þess er svo auðveld og þægileg, að almennir

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.