Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 neytt, og hefir það atriði út af fyrir sig æði mikla þýðingu. Kjötmatur er þar á móti ekki nærri eins nauðsynlegur, og mætti sjálfsagt draga eitthvað úr kjötátinu öllum að skaðlausu. pegar barnið er fætt skiftir miklu máli fyrir það, hvort móðirin hefir það á brjósti eða ekki; það þykir nú orðið þrautreynt og þrautsannað, að færri hrjóstbörn fá tann- skemdir en pelabörn. — Nú þarf barnið eilgu siður á kalki að halda alt fyrsta aldursárið og áfram, þá eru beinin öll að smáharðna og fullorðinslennurnar eru að verða til niðri í kjálkaholunum, þó að þeim skjóti ekki upp fyr en síðar. — J?ess vegna er það ekki nóg, að móðirin lifi á fjörva- og kalk-ríkri fæðu um meðgöngutímann, heldur verður lnin að hafa þá fæðu áfram meðan liún hefir barn- ið á brjósti, þvi að þar nýtur það góðs af. — Af þessu hlýt- ur það að verða auðskilið mál, að ungbarnameðferðin hefir ákaflega mikla þýðingu í þeim efnum að a f s t ýr a tannkvillum. pað er kunnugt að vanfærum konum hættir fremur til tannskemda um meðgöngutímann en ella, og veldur þar máske nokkru um, að þær fá þá ef til vill ekki nógu kalk- auðga fæðu til þess að þeim nægi sjálfum, þegar þær þurfa líka að sjá fóstrinu fvrir nægilegu kalki. En hjer eru fleiri orsakir. J?að er kunnugt, að vanfærum kon- um er hætt við uppköstum um meðgöngutimann; nú er sýra í magavökvanum og náttúrlega i öllu, sem upp kemur, en sýran hjálpar til að eyða tannglerungnum, og verður því skiljanlegt, að konum er hættara við tann- skemdum um meðgöngutímann einmitt af Jiessum sök- um, og þar við bætist enn eitt mikilsvert atriði, sem allar mæður ættu að gefa gaum. J^að er sú bábilja að ekki megi snerta á tönnum vanfærra kvenna til aðgerðar. J?etta er mesta heimska, og ættu læknar og ljósmæður að leggjast á eitt með að kveða þessa heimsku niður. AJdrei ríður eins mikið á tannj?rifum og tannaðgerðum eins og ein- mitt um meðgöngutimann, J>ví að þá er tönnunum liætt-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.