Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 12
46
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ
ast, og liver lítil tannskemd getur valdið ómetanlegu tjóni,
bæði móðurinni sjálfri og fóstrinu, sem hún gengur með.
Hver vanfær kona ætti því að láta tannlækni athuga tenn-
ur sínar einmitt um meðgöngutimann, að svo miklu leyti
sem því verður við komið, og láta gera við skemdir jafn-
óðum og á þeim ber.
H æ 11 a n á t a n n s k e m d u m er eins og áður er
sagt misjöfn, eftir því sem byggingarlag hvers barns er,
en það er aftur að mestu komið undir heilsufari móður-
innar um meðgöngutímann, og svo náttúrlega undir því,
Iivernig háttað er næringu ungbarnsins (peli eða brjóst),
og þegar barnið er nú farið að fá aukamat og enn síðar,
þegar það er farið að fá mestmegnis mat, skiftir miklu
hvernig sá matur er tilhafður, t. d. hvort maturinn er svo
mulinn eða bleyttur, að barnið þurfi ekkert fyrir að hafa,
ekkert að tyggja en bara renna honum niður. pess vegna
vilja nú læknar fá sem mest að leggja orð í belg um fæðu
ungbarna, og leggja þá það helst til þeirra mála, að fæðan
sje sem fjörviríkust, og svo löguð, að barnið megi
t i 1 a ð t y g g j a. pannig hefir skólalæknir einn í Osló
ráðið til að láta þau skólabörn, sem fá matgjafir i skól-
ann, hafa að árhita harðar tvíbökur og rúgbrauð með
smjöri eða smjörlíki ofan á og mysuosti, hráa gulrófu,
og y<i líter af nýmjólk og máske eina teskeið af þorska-
Iýsi í ábæti. Vaka kennarar og skólalæknar yfir þvi, að
börnin fái ekki leyfi til að bleyta brauðið í mjólkinni og
koma sjer þannig Iijá að tyggja. Hrá gulrófa er líka
ágæt; hana verður að tyggja, og hún verður ein-
mitt til þess að hreinsa matarleifarnar úr tönnunum, og
slagar þannig upp í tannbursta, sem oft vill farast fyrir að
nota. — petta verður þannig til að varna matarleifum
frá að setjast að þarna á tönnunum, og þar með að verja
þær skemdum. Englendingar hafa alþekt máltæki, mjög
spaklega orðað: Eitt lóð af smitvörnum er betra en heilt
pund af lækningum, og skilur hver maður hvað í því
felst.