Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 10
(»8 1 -J ÖSM /I'IÐRABLAÐIÐ til að gruna vöðvaæxli í leginu. Hér verður að leggja áherslu á, hvort alveg tekur íyrir hlóðið á milli, þótt skamman tíma sé. Það er vanalegt við vöðvaæxlin. Ef ííl'lur á móti er sífelt blóðvætl og útferð á milli, aldrei alveg þurl, er ástæða lil að gruna, að það komi úr krahha- sári. — Þolinmæði er lofsverður mannkostur, og sumir segja að þetta sé höfuðdygð konunnar. En mér blöskrar stund- um hve sumar konur taka með þölinmæði þeim feikna hlóðmissi, sem þær verða fyrir, vegna æxla í leginu, án ]>ess að leita hjálpar i læka tíð. Þær dragast jafnvel áfram ið veikin, bíóðblautar í sokka og skó. Af slíkum blóð- missi gelm heilsan beðið varanlegan hnekki; einkum er hætta á að hjartavöðvinn nái sér ekki á ný, og konan fái ekki fullan bata, þött blæðingar stöcSvist. Iíonan treyst- ir þvi, að hlóðmissir liætti uin Í5 ára aldur. En þegar ' iiðvahnútar eru í leginu, lralda svæsnar tiðir stundum áfrain til fimtugsaldurs eða lengur, og draga í sífellu úr kröftum og lieilsu konunnar. Ljósmæðurnar njóta yfirleitt svo mikils trausls á heim- jiunum, að vafalaust snúa konurnar sér stundum til þeirra i þessu efni; eða Ijósan kemst á snoðir um mis- fellur á hlæðingu kvenna, í sambandi við fæðing eða fósturlát. Ljósmóðirin verður þvi að vera vel á verði og ieggja ríka áherslu á, að ætíð sé komist fyrir uin orsak- ir ti! óreglu á blæðingum. A þessu sviði er sannarlega oft ekki ráð, nema í tíma sé tekið.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.