Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Page 9
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 19 Sjúkrasaga. í júlí s.l. var iiiín vitjað til konu, seni var vanfær í niunda sinni, hafði fætt 6 lifandi börn og leyst tvisvar höfn. Hún liafði allaf verið hraust um meðgöngutíin- ann, fæðingar og sængurlegur eðlilegar. Fósturlátin, sem urðu milli 2. og og 5. og (i. harns, gengu sjálf- krafa, án allra eftirkasta. Tíðir, sem altaf höfðu verið reglulegar frá 14 ára aldri, voru síðast nálægt 20. désember. Fyrstu hreyf- ingar fann liún um miðjan maí; virtust þær eðlilegar fram að 21. júlí, en þann dag fundust henni þær óeðli- lega miklar og upp frá þvi fann hún ekkert lífsmark með fóstrinu, og þess vegna var min vitjað. Þegar eg skoðaði konuna gat eg ekki fundið lireyf- ingar eða fósturliljóð, en annað gat eg ekki fundið óeðli- legt. Þess vegna ráðlagði eg lienni að hiða i hálfan mánuð, en hafði slöðugt eftirlit með henni. Eftir þann tima fær konan verki, sem líktust hríðum og stóðu yfir í einn sólarhring. Samfara því fær liún 38 stiga hita, sem hélst i 2 sólarhringa. Á þessum hálfum mánuði óx þyktin ekki neitt, en kviður og brjóst linuðust, kon- an kvartaði um klíju, þyngsli i holinu, kuldatilfinn- ingu og vanlíðan. Ekkert fanst í þvagi og enginn hjúg- ur í fótum. Ráðlegg eg konunni nú að leita til læknis. Við læknisskoðun 12. ágúst fundust ekki nein ákveðin sjúkdómseinkenni hjá konunni, blóðþrýstingur var eðlilegur, blóðmagn í góðu lagi, ekkert óeðlilegt í þvagi og enginn bjúgur í fótum eða annarsstaðar. Stærð legs- ins svarar til þess, að konan væri búin að ganga með í sjö mánuði. Fósturliljóð og önnur lífsmerki finnast ekki. Engin eymsli á legi eða annað athugavert við líf- færi kviðarliolsins. Áleil læknirinn, að um fósturdauða væri að ræða, og sendi konuna til röntgenmyndunar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.