Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 10
20 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Svar röntgenlæknis (13. ág.) var á þessa leið: Fóstrið mjög lítið, en liinsvegar elcki hægt að á- kveða (konstatera) fósturdauða. Höfuðbeinin skarast ekki, og hryggur er tillölulega beinn. Þar sem röntgenmynd ekki leiddi i ljós ákveðin ein- kenni fósturdauða, og ekki var sérstök ástæða til að- gerðar í bráð, ráðlagði læknir konunni að bíða, þó að hann væri sannfærður um fósturdauða, sem eg hcldur ekki efaðist um að væri. Fylgdist eg og læknirinn með konunni eftir þetta. Líðan hennar varð brátt góð. Þessi óþægindi, sem hún kvartaði um óður, hurfu algerlega, og kendi hún sér einskis meins, þar til aðfaranótt 7. sept., að eðlilegar hriðir byrja, þrem vikum fyrir tímann. Hafði þá þykt- in ekkert aukist síðan 21. júlí, og allan þann tíma hafði konan engar hreyfingar fundið. Um hádegi þ. 7. sept. kem eg lil konunnar og sé strax, að um fæðingu er að ræða og set eg konunni pípu- En um leið og hún fer að verka, kemur rnikið legvaln, dökkbrúnt á lit, með engri rotnunarlykt. Eins og fyr, lieyrðust engin fósturhljóð, þó að vatn væri farið. Barnið liggur nú í fyrstu höfuðstöðu, með höfuð laust fyrir ofan grind. Hríðarnar, sem til þessa höfðu verið góðar og reglulegar, hætta nú alveg. Læt eg þá vitja læknis, sem kemur kl. 3 eftir Iiádegi. Fyrirskipar hann nú 6 ctgr. kínín, með 20 mín. millibili, með þeirn á- rangri, að sæmilega góðar hriðir hyrja eftir 2 fyrstu inntökurnar. Alls fékk hún 6 kínínskamta, og haldast nú góðar liriðir um stund, en um kl. 6 hætla þær svo aftur. Er þá gefið Pituitrin i vöðva, sem varð að end- urtaka alls fjórum sinnum, ]iar til fæðingunni var lok- ið. Fékk hún dágóðar hriðir eftir hverja sprautu, en jafn- an dró úr þeim aftur, eftir nokkra stund. Við og við svaf konan um nóttina, og fæðingunni virlist lítið miða; höfuð var alltaf laust í efra grindaropi, þar til eftir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.