Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 12
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 34 á sama hátt og af sömu aðilum og árið 1939. Þær ljósmæð- ur, sem í fyrsta sinn liafa notið eftiriauna samkvæmt fjár- lögum fyrir árið 1940, skulu hafa sama rétt til eftirlauna úr sjóðnum frá 1. janúar 1941 og liinar, sem áður nutu eftirlauna skv. fjárlögum“. Lífeyrissjóður Ijósmæðra greiðir j)ví ekki á árinu 1940 eftirlaun til annara fyrrverandi ljósmæðra en þeirra, sem látið hafa af störfum eftir 31. des. 1939, en mun svo á ár- inu 1941 taka til fullra starfa. Þær fyrrverandi ljósmæður, er notið liafa eftirlauna samkvæmt fjárlögum og ljós- mæðralögum fá þvi þau greidd á þessu ári á sama hátt og undanfarin ár. Dr. med. P. N. Dam. Meiðsli á börnum við fæðingar (Fyrirlestur á Ijósmæðranámskeiði, nóv. 1938. Birtist í danska ljósmæðrablaðinu 1939). í hjúkrun sjúkra hefir fæðingarhjálpin þá sérstöðu, að þar verður að taka tillit til tveggja einstaklinga, móður- innar og harnsins. Þessi tvöfalda ábyrgð krefst oft erfiðra ákvarðana, þegar um það er að ræða, hversu djarft beri að tefla á kostnað annars einstaklingsins lil þess að bjarga h'fi hins. Slíkar ákvarðanir krefjast ekki aðeins góðrar sérþekkingar, lieldur einnig skilnings og mannúðar ljós- móðurinnar, sem hefir þessi tvö mannslíf í ábyrgð sinni. Alveg eins og fæðingin er áhætta fyrir móðurina, eins er barnið í hættu statt, og getur hlotið í fæðingunni áverka og meiðsl, sem leitt geta til hana eða æfilangra örkumla. Þetta getur átt sér stað hæði við eðlilegar fæðingar og þær, sem krefjast sérstakrar hjálpar. Ljósmóðirin verður því að kunna góð skil á fæðingarhættum barnsins, svo að liún

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.