Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 10
IJ ÓSMÆÐRABLAÐ1Ð
32
um á spítala eða í heimaliúsum, og koma þanuig móður
og harni yfir alla aðal erfiðleikana með ráðum og dáð.
Að kvöldi síðasta fundardagsins var fjölment samsæti
með góðum mat og gleði mikilli. Stóð það hóf til miðnætt-
is. Þar var meðal annara gesta próf. E. Hauch, og yfir-
ljósm. frk. Rödtness. Var þetta'meðfram kveðjusamsæti
fyrir þau frá dönsku Ijósmæðrafélögunum, þvi að iá næsta
hausti láta þau af störfum við Ríkisspítalann í Kaupm.höfn
eftir 30 ára starf.
Síðasti dagur þessa Ijósmæðraþings var sunnudagur 27.
ágúst. Var þá farin hringferð um Fjón og komið á flesta
fegurstu staði þar. Heimsóttum við eiimig hinn stóra og
margbreytta „01Ierup“-skóla. Veðrið var hið liliðasta og
besta — ferðin var fjölmenn og yndisleg, en vfir öllu hvildi
þó einhver þung og dulin alvara, því að stríðsfregnirnar —
eða réttara sagt stríðshættufregnirnar — voru í hverju
blaði. Margar sögðu við mig: „Nú er gott að eiga heima
norður á Islandi.“
Daginn eftir, þ. 28. ágúst, skildi eg við norsku og sænsku
ljósmæðurnar í Kaupmannahöfn. Þær hafa skrifað mér
siðan, þó að það sund sé nú líka lokað í bili.
Jóh. Friðrikstl.
Frá Tryggingarstofnun ríkisins
Á síðasta Alþingi var lögunum um Lífeyríssjóð Ijós-
mæðra nokltuð breytt og þykir rétt að gera hér í blaðinu
grein fyrir helstu brevtingunum.
1. Samkvæml lögunum, eins og þau voru, greiddu ljós-
mæður að eins iðgjald af föstum launum sínum, en ekki af
dýrtíðaruppbótinni, en lifeyririnn lil þeirra átti binsvegar
að miðast við laun og dýrtíðaruppbót, og ltemur því
hér fram misræmi, sem er ósamrýmanlegt fjárhagslegu