Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 6
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIft prófastur Joh. Fogt-Petersen flutti þar ræðu og sveigði mjög að stríðshorfunum, sem þá voru farnar að hrella marga, þó að ófriðurinn væri ekki skollinn á. Sýndi hann okkur fornminjar þær, sem geymdar eru i kjallara kirkj- unnar, og sýna þær, að ófriður og grimdarverk eru engin nýjung í sögunni. Kl. 9.30 var fundur settur í hinu stóra fundarhúsi í Odense „Fyns ForsamIingshus“. Form. Landssamhandsins, Frk. Anna Ilerlevsen, setti mótið, bauð félagskonur og gesti velkomna og þakkaði okkur, sem vorum lengst að komnar, alveg sérstaklega fvrir að vera þar mættar. Rak nú liver ræðan aðra um störf og kjör Ijósmæðra. Málti þar margt heyra, því að þær voru ekki myrkar í máli, dönsku ljósmæðurnar. Og ekki liafa þær siður auga fyrir að afla sér auranna en við. Mundi það verða talin sýtings- semi af ljósmæðrum hér, sem þar þykir sjálfsagður hlutur. En orðalaust gengur það ekki. Og þær hafa bókstaflega lagastaf fyrir greiðslu, einhversstaðar frá, fyrir hvað litið sem er. Fundi var slitið kl. 18 þennan dag, og vorum við þá allar boðnar af próf. Kiihnel að skoða Amtssjúkrahúsið. Eru 15—16 hundruð sjúkrarúm samtals á hinum ýmsu deild- um þess. Þar er allstór fæðingadeild og deild fyrir kven- sjúkdóma. Ekki man eg, livað byggingarnar voru margar, en breiðir gangstigir, fallegir grasblettir, blóm, tré og runnar umkringdu þær allar, og undir öllum gangstígun- um milli hinna ýmsu hygginga lágu göng, sem liægt var að fara um með sjúkrabörur, smávagna o. j). h. Þar niðri voru líka böð og rafmagns lækningastofur. Þegar spítalinn hafði verið skoðaður, var sest að borð- um, haldnar ræður, fjutt kvæði og livað annað. Þegar staðið var upp frá borðum, voru sýndar i kvikmyndum ýmsar „operationir“ viðvikjandi fæðingahjálp o. j). h. Þar á meðal vanskapað barn, sem fæddist með fullu Hfi, en var þannig, að brjóstholið var opið og hjartað lá utan á

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.