Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 GANGLIMIRNIR. Lamanir stafa alltaf af skemmdum á mænunni, sem ganglimataugarnar koma úr, eða heilanum, á sama hátt og að framan er lýst. En það hefir enga þýðingu, þótt einstakar taugar í ganglimunum verði fyrir áverka. Stundum sést allstór fæðingarsveppur á fæti eða gang- limnum öllum eftir fótafæðingu. Slíkt veldur oft miklum áhyggjum og ótta hjá aðstandendum, en er með öllu mein- laust, því að bólgan er ekkert annað en bjúglopi, og ef til vill eru blöðrur á húðinni, sem þá er dökkblá að lit, en þær hverfa bráðlega. Sé slanga sett á fótinn til þess að hægara sé að toga í hann við framdrátt, kemur stund- um djúpt far kringum öklaliðinn og fylgir því endrum og eins lömun á fætinum. Þessi áverki hefir ekki heldur neina varanlega þýðingu. Af öðrum áverkum, auk bein- brotanna, má nefna marbletti og sár í nárunum eftir haka, sem notaðir eru, ef illa gengur að draga fram barn í sitjandastöðu. Sem betur fer eru þetta sjaldgæfir áverk- ar, og þeirra vegna ætti hakanotkunin að leggjast niður með öllu. Nárinn getur verið mjög illa leikinn af þessum áverkum, svo að æðar og taugar, sem leggja þar leið sína niður í fótinn, verða fyrir stórskemmdum, og bíður barnið þess aldrei bætur, hversu gamall maður eða kona sem það verður. Beinbrot á ganglimum. Um önnur brot en lærbrot er naumast að ræða, því að þau eru lang-algengust, og oft- ast í efsta hluta lærleggsins. Venjulega brotnar leggurinn við það, að reynt er að leiða fót niður, þegar skilyrðin til þess eru ekki fyrir hendi, þ. e. sitjandinn er genginn nið- ur í grindina og verður ekki lyft upp úr henni áður en fengizt sé við fótinn. Ef fóturinn er leiddur niður, kemur að því, að lærleggurinn stendur hornrétt út frá bolnum, og þar sem grindin er hvergi svo rúmgóð, að samsvari f jar- lægðinni frá hné til mjaðmarliðs, að viðbættri þykkt sitj-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.