Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 14

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 14
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ að fólkið þorði ekki að fylgja ættingjum sínum til grafar, og oft og einatt voru allir nánustu vandamenn dánir eða lágu fyrir dauðanum. Kunningjarnir viku úr vegi hver fyrir öðrum af ótta við smitun. Sumir tóku það til bragðs að flýja bæina, og varð það auðvitað til þess, að þeir, sem eftir voru og sýktust, fengu litla eða enga aðhlynningu. Fjárhagstjón ríkjanna af þessum faröldrum nam iðulega hundruðum milljóna dollara. Frh. Áminning til ljósmæðra. Samkvæmt lögum Ljósmæðrafélags Islands geta þær ljósmæður, sem ekki greiða árgjöld sín í 3 ár samfleytt, ekki lengur talizt félagar. Telur stjórn félagsins það mjög leiðinlegt að þurfa að strika árlega út nöfn fleiri eða færri félaga vegna vanskila, af ekki stærri hóp. Er það ósk stjórnarinnar að ljósmæður gæfu gaum að því, hvort þær stéttarsystur þeirra, er þær eiga tal við, eru í félaginu, og ef svo er ekki, þá reyna að fá þær inn í félagið. Stjórnin. Happdrætti Háskóla íslands. Vinningar eru nú 6030. Samtais 1 milljón 400 þús. kr. Verð: 8 kr., 4 kr. og 2 kr. í flokki Athugið ákvæðin um skattfrelsi vinninganna.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.