Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 8
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ —1801 og stundað hafði nám í Kaupmannahöfn í 9 ár, segir svo í Lækningabók sinni fyrir almúga, í kaflanum um lúsina: „Dæmi eru til, að lýs voru gjörðar útlægar úr höfði bams og af kroppi með Lúsasalve; barnið varð slagaveikt, en batnaði um síðir við það ráð reynds Læknis: að láta lús tímgast á baminu aptur, sem ekki ætlaði að verða svo auðvelt". Síðan hefir þekkingu okkar farið mikið fram. Enginn læknir trúir því lengur, að iúsin geti verið nokkmm manni eða barni til heilsubótar. En almenningur hefir enn ekki nægilegan skilning á, að lúsin er ekki eins meinlaust kvik- indi og margur hyggur. Þessar línur eru ritaðar til þess að fleirum verði það ljóst en er, að lúsin er skaðræðisskepna, sem getur greitt alls konar sjúkdómum götu inn í mannslíkamann, já jafn- vel sjálf flutt hættulega sjúkdóma manna á milli. Lýsnar, sem á mönnum lifa, eru þrenns konar: höfuðlús, fatalús og flatlús. Þær hafa það sameiginlegt að halda sig á mannslíkamanum meðan þær lifa, og nærast á blóði og blóðvökva, sem þær sjúga úr húðinni. Lúsin er gædd þeim eiginleika, sem mörgum óæðri dýr- um er gefinn: að geta breytt um lit eftir umhverfi þvi, sem hún lifir í. Þannig er lús á hvítum mönnum gráleit, á negrum svört, en á gula kynstofninum gulleit. Kvenlýsnar eru að jafnaði töluvert stærri en karllýsnar, og auk þess margfalt fleiri. Lýsnar verpa eggjum. Viðkoman er afar hröð. Á 6 dög- um verpir lúsin hér um bil 50 eggjum og eftir 8 daga skríða ungar úr eggjunum. Ungarnir eru kynþroska hálfsmán- aðar gamlir. Höfuðlúsin er langalgengust allra lúsa. Hún lifir ein- göngu í hársverðinum og heldur sig mest í hnakkanum og fram eftir vöngunum, en mjög sjaldan á framhluta höf- úðsins. Kvenlúsin er 2—3 mm. á lengd. Karllúsin helmingi

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.