Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 11
21 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ þar.sem stungan var. Stafa þeir af kirtilvökva, sem lúsin gefur frá sér, þegar hún stingur. Sé mikið um lúsina, renna þessir litlu brúnu blettir saman í eitt og húðin fær á sig dökkbrúnan blæ. Lúsin hefir mikinn kláða í för með sér, og má sjá langar rispur undan nöglum, þvert og endilangt á baki og útlim- um, sérstaklega þó á bakinu, því að lúsin heldur sig mest á því. Fái lúsin að dafna í friði, myndast smám saman vessa- útbrot, fleiður og kaun víðs vegar á líkamanum. Fatalús er einkum á óhreinlegu fólki, sem sjaldan hefir nærfataskipti, í óþrifalegum. og þröngum húsakyn'num. I síðustu styrjöld, einkum í skotgröfunum, var fatalús- in einhver versta plága, sem yfir hermennina gekk, enda þótt óhemju fé væi'i varið til að halda henni í skefjum. Fatalúsin er hjettulegur smitberi. Hin illræmda útbrota- taugaveiki (typhus exanthematicus) og fleiri sjúkdómar berast manna á milli með lús. T’ttbrotataugavéikin, sem jafnan hefir vei'ið hin sækðasta drep- .sðtt i styrjöldum, berst cingttngn manna á milli með lús. 1 þrjátíu ára stríðinu, í NapoJeonsstyrjöldunum, einkum í herförinni til Rúss- lands, hrundu niður þúsundir hermanna úr þessum sjúkdómi. Nokk- úð kvað einnig að honum í síðustu heimsstyrjöid, einkum á austur- vígstöðvunum. Var það þekkingu lækna einni að þakka, að sjúk- dðmurinn gerðjst þá ekki marglalt mannskæðari en iaun varð á. Lýsnar taka sóttnæmið (Rickettsia) í sig meðan sótthitinn er á hámarki, sem venjulega er i annarri viku sjúkdómsins. Þegar lúsin er búin að bera sóttnæmið i sér í 6 daga, liefir það tekið þeirri breytingu, í liffærum hennar, að- það er orðið sóttnæmt öðruni tnönnum, og hver sá, sem lúsin skríður á, má eiga vist að fá sjúk- dóminn. Lúsin er þannig ómissandi milliliður, til þess að veikin geti borizt af einum manni á annan. Hafi maður með útbrotatauga- veiki verið aflúsaður á öruggan hátt, er hann algerlega ósmitandi og hættulaus sínu umhverfi, svo framarlega sem lús kemst ekki á hann á ný. En iúsugur sjúklingur með þennan sjúkdóm er hinn hættulegasti smitberi. Flatlúsin er flatvaxnari, breiðari, og nærri helmingi ktyttri en höfuðlúsin. Hún heldur sig langoftast í hárum

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.