Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 4
14
LJÓSMÆÐRABLAÐEÐ
Auk þess sem vanskapningar valda umhverfinu og
foreldrinu óþægindum, þá valda miklir vanskapningar
óþægindum við fæðinguna og vegna þess hefir þeim verið
flokkað eftir því, hvort um vöntun á líffærum eða limum
hefir verið að ræða, eða hvort hefir verið útvöxtur eða
stækkun vissra líkamshluta. Auk þess koma í sérflokk
tvíburavanskapningarnir, sem eru nær ótölulega margvís-
legir.
Ætlunin með þessum línum var að segja frá fágætum
vanskapning, sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans
fyrir nokkrum árum síðan. Móðirin var 38 ára gömul,
fæddi í fimmta sinn og höfðu hin börnin verið rétt sköpuð
og heilbrigð. Hún hafði aldrei misst fóstur. Meðgöngu-
tíminn var eðlilegur, nema hvað konunni fannst kviður-
inn óvenjulega mikill ummáls. Konan var holdgrönn, en
annars hraustleg. Við venjulega rannsókn fannst ekkert
sjúklegt. Kl. 7 að morgni vaknaði hún við þrautir, sem
síðan ágerðust og kl. 1Q.35 kom hún inn á fæðingardeild-
ina, og var þá legvatn farið á leiðinni þangað. Þegar hún
kom í rúmið, sá í koll og 5 mínútum síðar fæddist í
chloroformsvæfingu lifandi drengur í I. hvirfilstöðu. Legið
dró sig nú saman í harðan hnött, en var svo stórt, að
búist var við að tvíburi væri enn eftir. Með ytri rann-
sókn tókst ekki að greina hluta fóstursins, né fósturlegu,
vegna þess hve legið var jafn hart. Það heyrðust engin
fósturhljóð. Með hríðum sá í fornisti, og voru belgir
sprengdir. Kom litlaust og eðlilegt legvatn. Samtímis sá
í fósturhluta, sem líktist mest sitjanda. Þegar ekki kom
í Ijós bakrauf eða kynfæri, þótti líklegt að um sjálfheldu-
lausn væri að ræða. Farið var upp með fingur vinstra
megin, til þess að losa fót og komst hendin þá upp fyrir
hnjósk á fóstrinu, sem þá veítist fram og þannig fæddist
í chloroformsvæfingu, 20 mínútum eftir fæðingu barns-
ins, vanskapningur og samtímis fylgjan, .sameiginleg fyrir
tvíburana. Engin spangarsprunga og legið dró sig vel