Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 7
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ '17 tvíburans, sem dælir blóðinu í gegnum vanskaþninginn. Fylgjurnar verða því að vera samofnar og sameigínlegar æðar á milli þeirra. Fins og kemur í ljós á lýsingu fæðingarinnar, þá gekk hún alveg eðlilega, og væri varla ástæða til þess að hættan að þvi hefði verið meiri en við tvíburafæðingar yfirleitt, nema síður væri, vegna þess hve vanskapningurinn var sívalur. Konan hafði komið í skoðun einu sinni og var það nær 6 vikum fyrir fæðinguna. Þá hafði ekki verið at- hugað neitt sérkennilegt við kviðinn og aðeins þess getið að fóstrið sé í höfuðstöðu. Eftir að hún kom á deildina vannst ekki tími til ytri rannsóknar á kviðnum því það sá í kollinn, þegar hún kom. Það var því enginn grunur um neitt sérstakt fyrir fæðinguna. Pétur Jakobsson, læknir. Eftir Hannes Guðmundsson IiúðsjúkdómalæknL ' ;;i Allir hafa andstyggð á lúsinni, og fæstir vilja um hana tala. Samt er lúsin eitthvert athyglisyerðasta snýkjudýr niannkynsins. ;.' Hún er sennilega líka útbreiddasta skordýr jarðarinnar. Hún lifir allsstaðar, þar sem mannlegar verur búa, allt frá heimskautalöndum að miðjarðarbaug. Svo sjálfsagður förunautur okkar Islendinga þótti lúsin, allt fram á síðustu öld, að jafnvel mætustu læknum hefir orðið það á að trúa, að óhollusta gæti af þvi hlotizt, að útrýma henni til fulls af mannslíkamanum. Jón Pétursson, sem var handlæknir Norðlendinga 1775

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.