Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 5
JLJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
63
tilsögn (1760), en í sarabandi við það verða til hin fyrstu
drög til héraðslækna- og ljósmæðraskipunar (1766).“ 1
„Heilbrigðismálaskipunin um miðja 19. öld“ stendur þetta
m. a.: „Á eftir læknaskipuninni hafði annað höfuðverk-
efni stjórnarvaldanna í heilbrigðismálum á þessu tíma-
bili verið að sjá landsmönnum fyrir ljósmæðrum, er ein-
hverrar fræðslu hefðu notið
til starfa sinna. I því skyni
hafði landlækni frá upphafi
og síðan einnig héraðslækn-
um verið falið að kenna
ljósmæðraefnum, enda séð
fyrir nokkrum áhöldum
til þess, en auðvitað var sú
ljósmæðrafræðsla sýndin
ein, jafnyel að þeirrar tíðar
hætti í nágrannalöndunum.
Auk þess var stutt að því
að stúlka og stúlka frá ís-
landi geti sótt fæðingar-
stofnanir í Kaupmannahöfn
og notið þar fræðslu á borð
við dönsk ljósmæðraefni.
En mikill seinagangur var^
á þessu, svo að undir miðja öldina eru aðeins 34 ,,lærðar“
ljósmæður á landinu, þar af einar 3 frá fæðingarstofn-
uninni í Kaupmannahöfn. Svarar það til þess að 1 lærð
ljósmóðir komi á hver 1700 landsmanna og um 70 fæð-
ingar. Launakjör þessara ljósmæðra voru ekki á marga
fiska, því að ríkið lagði eina 200 ríkisdali fram til ljós-
mæðraskipunarinnar: 100 ríkisdali til tveggja ljósmæðra
í Reykjavík, en hinum 100 dölunum var skipt á milli allra
hinna. Síðar var þó ljósmóðurinni í Vestmannaeyjum
greitt sérstaklega.Við langflestar fæðingar í landinu að-
stoðaði gersamlega óupplýst fólk, konur og einstöku karl-
Sólveig Pálsdóttir, ljósmóðir.