Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
65
skal nú vikið að hinum lögskipuðu ljósmæðrum í Reykja-
vík og sagt frá hverjar þær voru, eftir því sem unnt er,
en það er víst, að hér ’geta ekki öll kurl komið til grafar
vegna skorts á heimildum.
I Árbókum Reykjavíkur stendur þessi klausa við árið
1840: „Kannsellíið mælir svo fyrir, samkvæmt tillögu
stiftamtmanns, að eftirleiðis
skuli vera tvær útlærðar
yfirsetukonur í Reykjavík,
og skuli þeim greidd laun úr
jarðabókarsjóði, 40 ríkis-
dalir á ári hvorri þeirra.
Áður hafði verið hér aðeins
ein útlærð yfirsetukona.“
Árið 1803 er send til
Reykjavíkur, að tilhlutun
,,rentukamers“, dönsk yfir-
setukona. Hét hún Johanne
Marie Wielund. Skyldi hún
setjast að í kaupstaðnum
°g fá 60 rikisdali í árslaun.
Hún giftist síðar sænskum
beyki, er var í bænum,
Malmquist að nafni.
Sænsk kona, Elisabeth Möller, var löggilt ljósmóðir í
baanum, að líkindum ekki löngu eftir 1815. Hún var gift
óönskum lögregluþjóni, Lars Möller, og bjuggu þau í litlu
húsi vestur af,,svenska húsinu“ svonefnda í Austurstræti
nr. 20 og var húsið því kallað ,,nærkonuhús“.
Um 1840 gerðist Ragnheiður Ólafsdóttir (frá Seli Stein-
grimssonar) ljósmóðir í bænum. Hún var annáluð fríð-
leikskona og gift Þorsteini trésmið Bjarnasyni, ættuðum
frá Flekkudal í Kjós. HÍann varð lögregluþjónn 1837 og
reisti sér timburhús, sem nefndist Brunnhús, við Suður-
götu. Ragnheiður fékk lausn frá ljósmóðurstarfinu 1849.