Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 12
70 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ Ljósmæðrafélagi íslands hefir alltaf verið mjög annt um að bæta menntun ljósmæðra og ávallt verið frum- kvöðull að lenging kennslu Ijósmæðraskólans og aukinni fræðslu Ijósmæðra á margan hátt. Ljósmœðraskólinn. Þann 30. sept. s. 1. var sagt upp Ijósmæðraskólanum. Sjö nýjar ljósmæður útskrifuðust, og fóru í umdæmi eða tóku starf sem hér segir: Brynhildur Eyjólfsdóttir, Stafholtstungnaumdæmi. Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir, Kópaskersumdæmi. Halldóra Guðrún Björnsdóttir, vinnur á vöggustofu í Reykjavík. Steinunn Finnbogadóttir, vinnur á vöggustofu í Rvík. Valborg Guðmundsdóttir, Beruneshreppsumdæmi. Þórhalla Gísladóttir, ráðin á fæðingadeild Landspítalans. Þórunn Hanna Björnsdóttir í Blönduóshéraði. Sú nýbreytni varð á þessu hausti, að hinar nýju ljós- mæður tóku þátt í „rauðakross námskeiði“ sem haldið var í októbermánuði. Fór kennslan fram í Landspítalanum, kl. 8—10 að kvöldi. Námsgreinar og fyrirlestrar voru þessir: Heilbrigðisfræði og lost (Sig. Sig. berklayfirlækn- ir) ; Slysfarir, sár og beinbrot (Bjarni Jónsson læknir) ; Hjúkrun, Umbúðatækni og flutningar (Laufey Halldórs- dóttir hjúkrunarkona; Um eitranir (Jóhann Sæmundsscn læknir) ; Blæðingar og lífgun (Jón Oddgeir Jónsson). Að námskeiðinu loknu voru tekin próf. Sýnd var kvik- mynd af ýmiskonar hjálp í viðlögum. Óskar Ljósmæðrablaðið hinum ungu ljósmæðrum allra heilla og blessunar i framtíðinni.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.