Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
69
óslitið síðan. Þuríður var kennari Ljósmæðraskólans í
Reykjavík 1905—1931 og prófdómari við sama skóla,
sem nú ber nafnið Ljósmæðraskóli Islands, frá 1931. Hún
hefir verið mjög athafnasöm í félagsmálum ljósmæðra,
formaður Ljósmæðrafélags Islands frá stofnun þess, árið
1919, og ritstjóri Ljósmæðrablaðsins frá upphafi. Árið
1938 var Þuríður sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar.
I janúar síðastliðnum sendu stjórnir Ljósmæðrafélags
Rvíkur og Ljósmæðrafélags Islands bæjarstjórn Reykja-
víkur bréf, þar sem með skýrum rökum var sýnd nauð-
syn þess að setja á stofn mæðraheimili í Reykjavík, „sakir
þeirra átakanlegu erfiðleika, sem umkomulausar mæður
hafa við að stríða.“ Bærinn stofnaði heimilið í sumar og
15. júní kom fyrsta stúlkan þangað. Þuríður Bárðardótt-
ir er húsmóðir heimilisins, og er það í Tjarnargötu 16, en
Árni Pétursson er læknir þess. Dvelja stúlkurnar á heim-
ilinu 2—4 vikur fyrir fæðingu, ala síðan börn sín á fæð-
ingardeild Landsspítalans og eru svo á mæðraheimilinu
1—2 mánuði á eftir. Er hinn mesti myndarbragur á heim-
ilinu og þessi nýbreytni til mikils sóma fyrir alla þá, sem
að henni hafa stuðlað.
Þórunn Björnsdóttir, Þórdís J. Carlquist og Þuríður
Bárðardóttir hafa allar haft verklega ljósmæðrakennslu á
hendi, en hún var eingöngu falin í því, að ljósmæðraefnin
fengu að ganga með hinum lögskipuðu ljósmæðrum við
fæðingu og hjúkrun sængurkvenna í Reykjavík, þangað
til fæðingardeild Landsspítalans tók til starfa seint á árinu
1930. Lögskipuðu ljósmæðurnar voru fastsettir kennarar í
verklegri kennslu frá 1912 og enn fá nemendur fæðing-
ardeildar Landsspítalans að nokkru að fylgja einni ljós-
nióður í bænum, Þórdísi J. Carlquist.
Núverandi stjórn Ljósmæðrafélags Islands skipa: For-
maður Þuríður Bárðardóttir, gjaldkeri Sigríður Sigfús-
dóttir, ritari Jóhanna Friðriksdóttir.