Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 8
66 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Árið 1849 var Ingibjörg Jakobsdóttir, alþingismanns frá Breiðamýri, skipuð ljósmóðir og gengdi hún starfinu i nokkur ár. Hún var gift Oddi snikkara Guðjónssýni. Þorbjörg Sveinsdóttir, föðursystir Einars skálds Bene- diktssonar, var skipuð ljósmóðir 1864 og gengdi starfinu í fjölda mörg ár. Hún andaðist 1903. „Þorbjörg var gáfu- kona mikil og skörungur; lét flest mál til sín taka, landsstjórnarmál, bæjarmál, prestskosningar og fleira. Gekk hún að öllum þessum málum með mikilli rögg og dugnaði; hún var mælsku- kona mikil; var hún því áhrifamikil alstaðar, þar sem hún beitti sér,“ segir í Sögu Reykjavikur. Sólveig Pálsdóttir varð ljósmóðir 1869. Hún var gift Matthíasi snikkara Markússyni og bjuggu þau í Efra-Holti í Reykjavík. Meðal barna þeirra var Jensína, kona Ásgeirs Ey- þórssonar kaupmanns og María, móðir Matthíasar Ein- arssonar læknis. Solveig andaðist 1886. Sólveig Ólafsdóttir frá Hliði í Reykjavík var fyrst skip- uð ljósmóðir í Kjós 1884, en síðan, 1886, í Reykjavík. Hún var fædd 14. október 1861 og gift Bjarna trésmið Jakobs- syni. Hún andaðist 24. júní 1898. Sesselja Sigvaldadóttir, móðir Sigvalda Kaldalóns tón- skálds og þeirra bræðra, var skipuð ljósmóðir í Reykjavík 1887. Hún var fædd 3. mai 1858 að Hvanneyri í Borgar- firði og tók próf í ljósmóðurfræði 1885 hjá Schierbech landlækni. Sigldi hún svo til fæðingarstofnunarinnar í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.