Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 10
68 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ í Svarfaðardal í. Eyjafjarðarsýslu. Fór hún ung til föður- systur sinnar, Snjólaugar Þorvaldsdóttur frá Krossum, konu Sigurjóns Jóhannssonar á Laxamýri. Haustið 1902 fór Þórdís til Reykjavíkur og hóf ljósmóðurnám hjá Jón- assen landlækni, en gekk til sængurkvenna með Þórunni Björnsdóttur ljósmóður. Þórdís tók próf 5. jan. 1903 og sigldi um haustið til fram- haldsnáms á fæðingarstofn- unina í Kaupm’annahöfn og lauk prófi þaðan í október 1904. Kom hún þá strax heim og fékk skipunarbréf 1. nóv., en byrjaði ekki að vinna fyrir alvöru að Ijós- móðurstörfum tyrr en um áramót 1905. Hún hefir alltaf síðan haft kennslu ljósmæðranema á hendi og er svo enn. Þórdís giftist 1915 Axel Vilhelm Carl- quist, kaupmanni í Reykja- vík. Árið 1939 var Þórdís sæmd riddarakrossi Fálka- Þórdís J. Carlquist, ljósmóðir. orðunnar Þuríður Bárðardóttir var lögskipuð Ijósmóðir í Reykja- vík árið 1905. Hún er fædd 14. ágúst 1877 að Raufar- felli undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Bárður Pálsson bóndi og Ólöf Ólafsdóttir kona hans. Þuríður dvaldi að mestu í foreldrahúsum, þar til hún sigldi til Kaupmannahafnar árið 1902. Tók hún þar þátt í ýms- um námskeiðum, aðallega í verklegum fræðum, en stund- aði ljósmóðurnám við fæðingarstofnunina 1904—1905 og lauk þaðan prófi 1905. Kom hún þá strax hingað heim og hóf Ijósmóðurstörf í Reykjavík og hefir stundað þau

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.