Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Page 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Page 11
L JÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 45 Þuríður Bárðardóttir, hafði sent fundinum til umræðu, og voru það þessi: 1. „Að fyrsta aðstoðarljósmóðir við fæðingadeild Land- spítalans verði ekki lengur en 2 ár, og ekki lengur en 1 ár, hafi hún áður verið önnur ljósmóðir á deildinni.“ Var þessari uppástungu mjög vel tekið. 2. „Skyldunámskeiði fyrir eldri ljósmæður verði komið á strax og hin nýja fæðingadeild tekur til starfa.“ Var fundurinn þessu mjög meðmæltur og taldi það ágætt. En þó töldu nokkrar fundarkonur, að erfitt mundi að fá ljósmæður að gegna störfum þeirra, sem fara yrðu, og eins, hvort þær mundu efnalega hafa ástæður til þess. Að sjálfsögðu munu þær þó geta fengið frítt uppihald sitt við Landspítalann. 3. „Að vakin verði athygli á því, að Ljósmæðrafélagið hefir á undanförnum árum safnað nokkur hundruð krón- um í sjóð til styrktar ljósmæðrum, sem fara vilja utan til framhaldsnáms. Styrkurinn sé sérstaklega bundinn við ungar, efnilegar Ijósmæður, sem nýlega hafa lokið námi, og eru illa stæðar f járhagslega. Hver, sem sækir um styrk, verður að leggja fram staðfesta efnahagsskýrslu og önnur nauðsynleg vottorð." Um þetta urðu f jörugar umræður, og vildu allir gott til leggja, að þessi utanfararsjóður mætti eflast sem mest, og voru margar uppástungur á lofti um það, hvað gera skyldi. Þá var tekinn fyrir 4. liður, sem var á þá leið: „að Ljós- mæðrafélag Islands hlutist til um, að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hafi eftir sem áður eftirlit með barnshaf- andi konum, sem ætla að fæða í heimahúsum. Þótt eftirlit með konum þeim, sem ætla að fæða í fæðingardeild Land- spítalans, flytjist að sjálfsögðu í spítalann.“ Var fundurinn þessu meðmæltur, þó að sjálfsagt þyki, að hver ljósmóðir skoði sjálf þær konur, sem snúa sér til hennar fyrirfram um fæðingarhjálp í heimahíisum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.