Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Page 6
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ næðu til stærri lesendahóps en lítið stéttarblað hefir á að skipa. Að innganginum loknum heldur landlæknir áfram á þessa leið: „Svo mikið finnst R. Á. til um yfirsetustörf Jóns Finn- bogasonar á Ásunnarstöðum í Breiðdal eystra (d. 1906), að honum er spurn, hvort ekki muni „vera einsdæmi, að ólærður maður hafi lagt stund á fæðingarhjálp og líknað í svo mörg skipti.“. Finnst landl. spurningin furðuleg eftir þeim skilningi, er hann leggur í hana, þ. e. að R. Á. hafi ekki áður verið kunnugt um, að „ólærðir karlar“ tækju að sér yfirsetu- störf. En til þess að ráða bót á þessari fáfræði nefnir hann: ,, . . . af handahófi þessa alkunnu yfirsetumenn, einn úr hverjum fjórðungi, öðrum en Austf.fjórðungi, og alla sam- tímamenn Jóns á Ásunnarstöðum: Sveinn Sveinsson á Sleitu- stöðum í Skagafirði (d. um 1880), er mun hafa fengið opinbera viðurkenningu fyrir þessi störf sín, Jón Björns- son að Svarfhóli í Álftafirði vestra (d. 1894), er um tíma mun beinlínis hafa verið ráðinn yfirsetumaður í aðra sýslu, og Eyjólf Runólfsson í Saurbæ á Kjalarnesi (d. 1930). Hafði hinn síðast nefndi tekið á móti ekki færri en 481 eða 482 börnum (aðrar heimildir: 600), er hann and- aðist. Lifði hann og starfaði langt fram á ævi R. Á. og að heita má í næstu sveit við hann. Það er enn vísbending um, hve því fer fjarri, að yfir- setustörf Jóns á Ásunnarstöðum séu réttilega talin til eins- dæma, að hann átti ekki langt undan alnafna, sér nokkru eldra, er var ekki miður kunnur af fæðingahjálp en hann, þar sem var Jón Finnbogason í Presthvammi hjá*Grenj- aðarstað (d. 1846). Loks má nefna tvo landskunna menn á 19. öld ólæknis- lærða, er báðir lögðu stund á yfirsetustörf, þá Níels Jóns- son skálda og Pétur Jónsson, bónda í Reykjahlíð. Öll þessi dæmi eru frá þeim tímum, er lærðar ljósmæður

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.