Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 4
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Þá las form. upp lög þau, sem samþykkt voru á síð- asta Alþingi „um breyting á lögum,, nr. 23 1947, um breyting á ljósmæðralögum nr. 17, 19. júní 1933 og birt voru í síðasta Ljósm.blaði. Benti hún á, að þær ljósmæð- ur, sem áhuga hefðu á starfi sínu, ættu að róa að því öllum árum, að lögð væru saman tvö eða fleiri umdæmi, þá fyrst fengju þær nauðsynlega æfingu í starfinu og kjör, sem þær gætu unað við. Því næst las ritari upp bréf sem hagstofustjóri hafði skrifað landlækni, en hann sent stjórn félagsins með þeim tilmælum að birtar séu í blaðinu kvartanir frá hag- stofustjóra, um að mikil vanhöld séu á tilkynningum ljós- mæðra um barnsburði, auk þess sem meiri eða minni brögð séu að ágöllum á þeim tilkynningum, sem berast. Er þetta tekið nánar til umsagnar á öðrum stað hér í blaðinu, Þá tók til máls frú Guðný Guðjónsdóttir ljósmóðir, og spurðist fyrir um það, hvort ekki væri tímabært fyrir Ljósmæðrafélag íslands að ganga í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Taldi hún, að stjórnin hefði ekki verið vel á verði um hagsmunamál ljósmæðra, því að heita mætti, að starfsskilyrði og launakjör ljósmæðra úti um land væru með öllu óviðunandi, eins og nú hagaði til. Var mál þetta mikið rætt. Sagði form., að leitað hefði verið upp- lýsinga og álits hjá fyrsta formanni Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem taldi með öllu ómögulegt að taka Ljós- mæðrafélag íslands inn í sambandið, þar sem störf sveita- ljósmæðra væru ekki talin þeirra aðalatvinna. Seinna hefði það verið ítrekað við einn af forráðamönnum banda- lagsins, er sömuleiðis taldi það ýmsum vandkvæðum bundið. Fyrir nokkrum dögum kvaðst hún enn á ný hafa talað við gjaldkera félagsins og taldi hann engin vandkvæði á því nú, að þetta mætti takast. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum: „Fundurinn felur stjórninni að grennzlast eftir, hvaða

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.