Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 8
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ tvíburann og andvana börn. Það er því ekki sjaldgæft, að seinni tvíburinn er í þverlegu. Þverlega getur einnig or- sakazt af máttlausum kviðarvöðvum. Þetta sést greini- lega á því, að þverlega er sjaldgæf hjá frumbyrjum, — þær hafa oftast aflgóða kviðarvöðva, — en er algengari hjá fjölbyrjum. Legið getur verið vanskapað, annaðhvort frá hendi náttúrunnar eða vegna vöðvaæxla. Vansköpunin getur verið með ýmsu móti, en þverlega sést oft, þegar um svo- kallaðan „uterus arcuatus“ er að ræða. Legbotninn er þá beygður inn á við, svo að legholið verður svipað hjarta í spilum í laginu og er stundum skipt í tvennt í miðjunni. Þegar legið er svo afmyndað, liggur barnið oft skáhallt eða þversum. Ef börnin liggja skakkt oftar en einu sinni hjá sömu konu, er sennilegt, að hún hafi vanskapað leg. Þetta má rannsaka með röntgengeislum, og ef þörf kref- ur laga legið með uppskurði svo að það verði eðlilegt bæði hið ytra og innra. Af hindrunum, sem geta bægt höfði barnsins frá efra grindaropi, má nefna: 1) Grindarþrengsli (sem oft stafa af beinkröm í barn- æsku). 2) Fyrirliggjandi fylgju. 3) Ýmiss konar æxli, t. d. vöðvaæxli í leginu, beinæxli í grindinni eða eggjastokksmein af ýmsu tagi. Ef höfuð barnsins er of stórt, einkum ef um vatnshöfuð er að ræða, getur það einnig orðið orsök þess, að burðinn beri skakkt að. Stöku sinnum er um aðrar hindranir að ræða, eins og eftirfarandi saga sýnir: Þrettánda janúar 1947 var 36 ára gömul kona frá Lett- landi lögð inn á Kvinnokliniken í Lundi Það var erfiðleikum bundið að fá nákvæmar upplýsingar hjá henni,-af því að enginn skildi mál hennar. Hún hafði orðið fyrir fósturláti 1945, en bjóst nú við fæðingu í lok janúarmánaðar. Vatnið var farið fyrir 6 klst., en í grindar-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.