Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Side 9
LJÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 43 opinu var hvorki barnshöfuð né sitjandi. Barnið lá auð- sjáanlega þversum, og þetta sást greinilega við rannsókn með röntgengeislum. Reynt var að snúa barninu í lang- legu, en það mistókst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Auð- sjáanlega var um einhverja fyrirstöðu að ræða. Við rann- sókn í gegnum endaþarm konunnar fannst legopið aðeins á stærð við einseyring og í grindinni einskonar mjúkt og blöðrukennt æxli á stærð við barnshöfuð. Vegna mýtkar og legu ,,æxlisins“ vaknaði grunur um, að það væri ekki ann- að en full, þanin þvagblaðra. Þvaglegg var stungið upp í blöðruna og hún tæmd. Var í henni ca. 1 Ví> lítir af þvagi. Þegar þessu var lokið, var ,,æxlið“ horfið, og nú var auð- velt að þrýsta höfði barnsins niður í grindina. Allt gekk vel, og nokkrum klukkustundum síðar fæddist drengur, 2660. gr. Það var engum efa bundið, að þvagblaðran, útþanin, var orsök þess, að barnið lá þversum. Það er mjög sjald- gæft, að útþanin þvagblaðra geti tálmað fæðingu á þann hátt, sem hér er sagt frá. Þvagblaðran var seinna rann- sökuð með röntgengeislum, og reyndist hún vera eðlileg. Þó að slík fyrirbrigði, sem hér er sagt frá séu því nær eins dæmi, er það ekki þýðingarlaust að vita, að slíkt get- ur komið fyrir og ráða má bót á því á einfaldan hátt, að- eins með því að tæma þvagblöðruna. Sú vísa verður ekki of oft kveðin, að athuga þarf blöðruna vel við allar fæð- ingar. Vanræksla á því getur haft í för með sér mjög alvar- legar afleiðingar bæði fyrir móðurina og barnið. Athugasemd þýö: Vafalaust geta allar ljósmæður og læknar verið höfundinum sammála um þessi síðustu áminn- ingarorð. En það kemur undarlega fyrir sjónir, að fæðing- ardeildin í Lundi er svo ,,hávísindaleg“, að þar eru gerðar röntgenrannsóknir og reynt að snúa barni, á'öur en þvag- blaðran er tæmd. Heimur versnandi fer.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.