Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 3
LjósmæðraMaðið íl. 1949 Heilbrigðismáiin í Reykjavík í nútíð og framtíð. Eftir Baldnr Jolmsen. Niðurlag. a. Augljósastur er mismunurinn í ljósmæðraþjónust- unni, 1 á 31 fæðingu, í öðrum kaupstöðum, á móti 1 á 85 fæðingar í Rvík, en 60 fæðingar ætti að vera hámark á ljósmóður. b. Miklu er auðveldara að komast á sjúkrahús í öðr- um kaupstöðum en í Reykjavík, orsakast það fyrst og fremst af fjölda rúmanna, en þar getur og margt annað komið tii greina. d. Auðveldara er að ná til læknis í öðrum kaupstöðum en í Reykjavík. e. Húsnæði mun til uppjafnaðar betra í kaupstöðum úti á landi en í Reykjavík, og heimilisástæður munu að jafnaði betri. f. Öll þjónusta er persónulegri í kaupstöðum úti á landi, þar sem hver þekkir annan; á það við um við- skipti nágranna, afstöðu konunnar til ljósmóður og læknis, afstöðu læknis til ljósmóður og afstöðu læknis til viðkomandi sjúkrahúss. Öll þessi persónulegu atriði eru úr sögunni í Reykjavík, án þess neitt hafi komið í staðinn, bæði vegna stærðar bæjarins, og vegna hinna mörgu inn- flytjenda, hingað og þangað að. Einstaklinginn skortir því bæði aðstöðu og dóm-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.