Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 8
18
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
ir eru, á almennum sjúkrahúsum, og þyrfti auðvitað að
athugast gaumgæfilega, hvernig þeim rúmum yrði bezt
varið, og yrði í því sambandi að endurskipuleggja þau
rúm, sem fyrir eru.
Á meðan eftir þessu yrði beðið, væri nauðsynlegt að
samræma rekstur þeirra sjúkrahúsa, sem fyrir eru í bæn-
um, svo að rúmin nýttust betur, og þyrfti ein skrifstofa
að vita um öll auð rúm á hverjum tíma.
Ef miðað væri við, að Reykjavík þyrfti að láta í té
sjúkrarúm fyrir 80 þús íbúa, væri hæfilegt, að þeim yrði
þannig skipt:
Alm. lyflækningar ........ 150 rúm
Alm. handlækningar _________ 150 —
beinbrot og ,,orthopædi“ innifalið.
Barnaspítali ............ 65 —
Fæðingarheimili ............. 65 —
Kvensjúkdómar ........... 20 —
Háls-, nef- og eyrnasjúkd.. 20 —
Alls 445 rúm
Það er siðferðileg skylda bæjaryfirvaldanna að byggja
sjúkrahús, svo að þörfinni sé fullnægt í bænum, enda
koma ríflegir styrkir á móti frá ríkinu. Veika liliðin á
þessu máli er reksturinn, og mætti teljast sjálfsagt, að
Tryggingastofnunin héldi bæjarfélögin skaðlaus af rekstri
sjúkrahúsa, ef hún ekki vildi reka þau sjálf.
Sérfræðingar.
Athuga þarf þörfina fyrir sérfræðinga og skapa þeim
aðstöðu til starfa á sjúkrahúsum og lækningastöðvum.
Til mála gæti komið, að hvetja menn eða styrkja til
að nema sérgreinar, sem enn vantar menn í, enda fái
þeir, að afloknu námi, aðstöðu til starfa.