Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 21 iö með í hóp þeirra fjögurra kaupstaða, sem teflt er fram gegn Reykjavík, því að búast mætti við því, að margar konur þaðan (H.f.hér.) fæði á Landspítalanum og komi því á ljósmæðraskýrslur Reykjavíkurhéraðs. Þegar af þess- um ástæðum er allur samanburður á fæðingum, barns- farardauða o. f 1., á þann hátt, er yfirlitstaflan á bls. 26. (Lbl.1948) sýnir, í fyllsta máta hæpinn og raunar mark- laus. En fleira er og athugavert við yfirlitstöfluna. „Nærri helmingi fleiri börn dóu af völdum fæðingar og átta sinnum fleiri konur í Reykjavík en í öðrum kaup- stöðum“, segir á bls. 27. I útdr. úr skýrslum ljósmæðra, töflum XIII í Hbrsk., er höf. styðst aðallega við, er þess ekki getið hve mörg börn hafi dáið; munu þær tölur því teknar úr töflum XIV í Hbrsk., en það eru skýrslur um læknishjálp við fæðingar. Skv. þessum skýrslum telst mér svo til, að á árunum 1940—44 hafi læknir verið við- staddur 4551 fæðingar samtals í Reykjavík og 133 börn dáið (ekki 143) eða um 29 miðað við 1000 fæðingar, en i hinum kaupstaðahéruðunum fjórum (Hf., Isaf., Ak., Vestm.) hafi læknir verið við 1242 fæðingar og 34 börn hafi dáið eða um 27"/0o- Munurinn er minni en svo, að mark væri á takandi, þó að grundvöllurinn væri traustur. Höf. mun hins vegar af vangá hafa miðað tölu barna, sem dóu skv. töflu XIV, við tölu fæðinga skv. töflu XIII og af því stafar mesta skekkjan. En hvað merkir svo þessi dálks fyrirsögn í töflu XIV Hbrsk.: „Börn dóu“ ? Óneitanlega sýnist eðlilegast að líta svo á — eins og höf. virðist hafa gert — að þar sé átt við börn, sem deyja af völdum fæðingar og þá að jafn- aði strax að henni lokinni eða a. m. k. fáum klt. síðar, og væri að vísu erfitt að setja þar glögg mörk. Við nánari athugun sést þó, að því fer fjarri að slík greining geti átt við. Árin 1940—44 er samanlagður fjöldi þessara barna sem sé 255 — og ná þessar skýrslur (t. XIV) þó aðeins til ca. 55% allra fæðinga — og mun láta nærri, að það

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.